Enn alvarleg staða - þrengdar reglur

Enn er nokkur aukning smita, einkum hér við Eyjafjörð.  Íbúar eru hvattir til að fylgja útgefnum reglum í hvívetna, þannig sjáum við vonandi til lands, þó langt sé í að við getum vænst alveg venjulegs ástands.

Skólahald gengur bærilega hjá okkur ennþá og áhrif af hertum reglum minni en í stærri skólum.  Heimsóknarbann er enn í gildi á Grenilundi.

Nokkur atriði til umhugsunar.

  • Fylgist vel með upplýsingum um breytingar á reglum á covid.is og í fréttum.
  • Sérstaklega er bent á að við skiptingu í sóttvarnarhólf í fyrirtækjum og stofnunum sé hugað að því að fólk sem deilir sama heimili sé ekki sett í sitt hvort sóttvarnarhólfið.
  • Allir sem eru í færum eru beðnir að vísa erlendum íbúum á covid.is þar sem upplýsingar eru á mörgum tungumálum, t.d. pólsku (Polski).  Einnig að uppfræða þá um breyttar reglur eftir því sem hægt er.
  • Ekki hika við að fara í sýnatöku ef einkenna verður vart, allir fá sýnatöku sem þess óska.

Leggjumst á eitt höfum grímurnar klárar og virðum reglur.