Álagning fasteignagjalda 2021

Álagningu fasteignagjalda 2021 er lokið og eru álagningarseðlar nú aðgengilegir á upplýsingasíðunni www.island.is undir mínar síður.  Eigendum fasteigna munu einnig berast álagningarseðlar í pósti á næstu dögum.

Allar álagningarprósentur eru óbreyttar en sorphirðubjöld hækka um 2.5%.  Fasteignamat hefur að jafnaði hækkað um nálægt 5% og fylgir þróun söluverðs eigna.  Nokkur breytileiki er þó eftir flokkum fasteigna, hækkun gjalda er því misjöfn og fer eftir þróun fasteignamats á viðkomandi eign.

Ekki eru sendir út greiðsluseðlar frekar en síðustu ár, en þeir sem hafa óskað eftir seðlum í póst síðustu ár fá þá áfram í pósti.