Ekki má slaka á, þolinmæði kemur okkur alla leið

Nú þegar boðuð hefur verið tilslökun á samkomubanni frá 4. maí, er mikilvægara en nokkurn tíma að halda vöku sinni.  Nokkuð hefur borið á hópamyndun ungmenna og töluvert meiri samgangi fólks en áður.

Þó vel hafi gengið hjá okkur til þessa, má alls ekki slaka á.  Foreldrar eru beðnir að brýna fyrir börnum og ungmennum að fara að tilmælum um fjarlægðarmörk og að tempra hópamyndun og annan samgang svo sem verið hefur fram undir þetta.

Þannig munum við komast í gegnum þetta tímabil, við viljum ekki þurfa að framlengja núverandi ástand, eða að herða reglur aftur vegna okkar eigin kæruleysis.