Darri og Sænes einnig framúrskarandi

Hér má sjá fjölda framúrskarandi fyrirtækja á hluta landsins
Hér má sjá fjölda framúrskarandi fyrirtækja á hluta landsins

Eins og fram kom á dögunum var Pharmarctica "Framúrskarandi fyrirtæki 2019".  Þess ber að geta að fleiri fyrirtæki hér á Grenivík voru í þessum flokki hjá CreditInfo, en það voru Darri ehf. og Sænes ehf.  Þá er Gjögur hf. einnig á listanum, við viljum kenna það við Grenivík þó að flokkist með Höfuðborgarsvæðinu á þessum lista.

Við óskum þessum fyrirtækjum og forsvarsmönnum þeirra til hamingju og það er gaman að sjá fjölda framúrskarandi fyrirtækja hér á Grenivík í samanburði við aðra staði.  Við getum sannarlega verið stolt af þessum fyrirtækjum.

Listann í heild má skoða r.