Dagur byggingariðnaðarins í Hofi 14. apríl

Laugardaginn 14. apríl verður dagur byggingariðnaðarins haldinn í Hofi á Akureyri.  Þar munu ýmis fyrirtæki kynna sína þjónustu, m.a. verður Grýtubakkahreppur með bás í samstarfi við Svalbarðsstrandarhrepp, Hörgársveit og Eyjafjarðarsveit, undir mekjum Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðar.  Þar verður Grýtubakkahreppur kynntur sem valkostur til búsetu og íbúðarbygginga.

Einnig verða ýmis fyrirtæki á Akureyri með opið hús og má sjá nánar um það á myndinni hér að neðan.

Sýningin í Hofi verður opin kl. 11 til 16 á laugardag og opin hús á sama tíma.