Brunavarnaáætlun staðfest

Sveitarstjórn staðfesti á fundi sínum þann 23. maí s.l. brunavarnaáætlun fyrir Grýtubakkahrepp.  Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú einnig staðfest áætlunina og hefur hún verið árituð af sveitarstjóra, slökkviliðsstjóra og forstjóra HMS.  Áætlunina er að finna á heimasíðu hreppsins undir stjórnsýsla - samþykktir og reglur, hlekkur á hana er hér.

Sjá einnig frétt á heimasíðu HMS.