Bleik messa

Sunnudagskvöldið 12. nóvember kl. 20.00 verður Bleik messa í Grenivíkurkirkju. 

Regína Ólafsdóttir sálfræðingur og Halldóra Björg Sævarsdóttir framkvæmdastýra Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis koma til okkar og fjalla um starfsemi félagsins og fleira það er lýtur að málefnum krabbameinssjúkra og aðstandenda þeirra.

Tónlistarflutningur við athöfnina verður í umsjá kirkjukórsins og Þórs Sigurðssonar undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Að lokinni stund verður boðið upp á kaffi og kleinur í safnaðarstofu. Söfnunarbaukur mun þar standa fyrir frjáls framlög til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. 

Málefnið er sannarlega mikilvægt því illvígur sjúkdómurinn stingur sér víða niður og hefur djúpstæð áhrif á fjölskyldur. Verið öll hjartanlega velkomin!!