Björn Andri nýr umsjónarmaður

Björn Andri Ingólfsson
Björn Andri Ingólfsson

Gengið hefur verið frá ráðningu Björns Andra Ingólfssonar í starf umsjónarmanns Íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis, en staðan var auglýst í tvígang í vetur.

Hermann Gunnar lætur af störfum á næstu dögum, honum eru færðar góðar þakkir fyrir sín störf fyrir Grýtubakkahrepp og óskað velfarnaðar í sínu, hann snýr aftur til sjómannsstarfa.

Björn Andri er Grenvíkingur og er að útskrifast með BS-gráðu í íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla Íslands.  Sambýliskona hans er Gabríela Sól Magnúsdóttir.  Við bjóðum Björn Andra velkominn til starfa og væntum góðs af hans störfum fyrir hreppinn.