Barnahátíð í Laufási

Kæru vinir og vinkonur! Á sunnudaginn/mæðradaginn 21. maí kl. 14.00 verður barnastarfshátíð í Laufási. Hún hefst á stund í kirkjunni og þar ætlar Heimir Bjarni Ingimarsson að spila á gítarinn og Rebbi refur sjálfsagt á greiðu eða sög og við syngjum saman Daginn í dag. Eftir stundina verður pylsupartí við prestssetrið og þar má líka hoppa í hoppukastala og fá sér krap úr krapvél eftir skoppið. Síðan eru komin lömb jarmandi í fjárhúsunum. Verið öll hjartanlega velkomin!