Álagning fasteignagjalda 2020

Álagningu fasteignagjalda 2020 er lokið og voru álagningarseðlar sendir í póst í síðustu viku.  Einnig eru álagningarseðlar aðgengilegir á upplýsingasíðunni www.island.is undir mínar síður.

Allar álagningarprósentur eru óbreyttar en sorphirðubjöld hækka um 2.5%.  Fasteignamat breytist lítið í heildina og hækka álögð gjöld samtals um rúm 2% milli ára.  Nokkur breytileiki er þó eftir eignum, sumar eignir lækka smávegis en aðrar standa í stað eða hækka, og ræðst þróun gjalda af breytingu á fasteignamati.

Ekki eru sendir út greiðsluseðlar frekar en síðustu ár, en þeir sem hafa óskað eftir seðlum í póst síðustu ár fá þá áfram í pósti.