Æskulýðsmót í Valsárskóla

Helgina 19.-21. febrúar verður æskulýðsmót haldið í Valsárskóla. Það er á vegum Æskulýðssambands Eyjafjarðar og er fyrir ungmenni í 8. 9. og 10. bekk. Þarna verða sem sagt saman komnir táningar af Norðurlandi og Austurlandi. Fróðleikur og skemmtun. Við munum ræða andlega líðan ungs fólks og samskipti og Hjalti Jónsson sálfræðingur og músíkant mun t.a.m. aðstoða okkur við það. Þá verða smiðjur til að efla hæfileika og talandi um hæfileika verður haldin svokölluð HÆNA (hæfileikakeppni Norður-og Austurlands). Sr. Bolli Pétur Bollason og sr. Sunna Dóra Möller eru mótstjórar en margir aðrir leiðtogar koma að verkefninu. Mótið endar á æskulýðsguðsþjónustu í Svalbarðskirkju sunnudaginn 21. febrúar kl. 11.00 og er hún öllum opin. Nánari upplýsingar gefur sr. Bolli en nýtt netfang hans er  bolli.petur.bollason@gmail.com. Yfirskrift æskulýðsmótsins er „Lifum heil"