Aðalskipulag Grýtubakkahrepps 2010-2022 – auglýsing skipulagstillögu

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkti á fundi sínum 24. febrúar 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2012 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingartillögunni felst að 10 ha verslunar- og þjónustusvæði er skilgreint í Skælu í Þengilhöfða vegna áforma um byggingu allt að 7000 fm hótels auk tilheyrandi vega og lagna.

Skipulagsbreytingin nær til framkvæmda sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og fylgir umhverfisskýrsla skipulagstillögunni.

Skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla munu liggja frammi á sveitarskrifstofu Grýtubakkahrepps milli 10. júní og 22. júlí 2020 og verða gögnin einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, grenivik.is. Hér.  Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagstillöguna til miðvikudagsins 22. júlí 2020. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is eða í bréfpósti stílað á Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri.

Skipulags- og byggingarfulltrúi