50 vertíðir að baki!

Danni og Kidda, myndir Frímann.
Danni og Kidda, myndir Frímann.

 

Friðrik K. Þorsteinsson lauk í gær sinni 50. vertíð á grásleppu.  Löngum hefur hann róið bát sínum Eyfjörð, en af þessu tilefni sló eiginkonan, Kristjana Hallgrímsdóttir, upp veislu á bryggjunni.  Friðrik, eða Danni eins og hann er jafnan kallaður, hefur verið afar farsæll og gengið vel þessa hálfu öld.  Á bryggjunni samfögnuðu nokkrir vinir og ættingjar, nutu veitinganna og sögðu sögur.  Frímann Kristjánsson var mættur með myndavélina og meðf. eru nokkrar myndir Frímanns.