Í dag hefur Fiskistofa auglýst til úthlutunar byggðakvóta til skipa sem skráð eru í Grýtubakkahreppi. Í ár koma um 37 þorskígildistonn til úthlutunar en sveitarstjórn ....
Áramótabrenna verður á Grenivíkurhólum á gamlárskvöld. Björgunarsveitin Ægir sér um brennuna í ár.
Kveikt verður í brennunni kl. 21:00. Komum öll saman og brennum út gamla árið og fögnum nýju.
Sveitarstjórn og stjórn Sæness hafa ákveðið að koma mjög myndarlega að byggingu nýs húss á íþróttasvæði Grenivíkur. Áformað er að byggja nýtt stálgrindahús eða límtréshús á gamla malarvellinum, undir starfsemi Björgunarsveitarinnar Ægis og Íþróttafélagsins Magna. Sænes mun leggja fram andvirði innkaupsverðs hússins sem áætlað er ...
Sveitarstjórn staðfesti á fundi sínum 14. desember, fjárhagsáætlun fyrir árin 2018 – 2021. Reksturinn er í föstum skorðum og er gert ráð fyrir tekjuafgangi 2018 ...
Grýtubakkahreppur auglýsir hér með til sölu íbúðina/parhúsið:
Miðgarðar 16, fnr. 216-0969, 3ja herbergja, 90,9 fm.
Íbúðin verður laus til afhendingar næsta vor..
Vélsleðamenn ath. – Vatnsverndarsvæði í Grenivíkurfjalli
Meðf. kort er af vatnsverndarsvæði Grenivíkur. Vinsamlegast athugið að umferð er bönnuð á brunnsvæði og takmörkuð um grannsvæði, en Grenivíkurfjall hefur verið nokkuð vinsælt sleðasvæði. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það tjón sem jafnvel lítið slys getur valdið, en hreint og ómengað vatn er ein af grunnforsendum búsetu...
Sunnudagskvöldið 12. nóvember kl. 20.00 verður Bleik messa í Grenivíkurkirkju.
Regína Ólafsdóttir sálfræðingur og Halldóra Björg Sævarsdóttir framkvæmdastýra Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis koma til okkar og...