Réttað í Gljúfurárrétt á sunnudag

Sunnudaginn 10. september verður réttað í Gljúfurárrétt og hefjast réttarstörfin kl. 9:00. Af þessu tilefni er gaman að líta á drónamyndbandið ...

Gengur á gamlar fannir

Eftir afar snjóléttan vetur, gott vor og sumar með sæmilegum hitaköflum, er nú farið að ganga á fannir fyrri ára í fjöllum. Fróðlegt verður að fylgjast með nú í september ...

Vinnuskólinn lýkur störfum

Vinnuskóli var starfræktur að venju í sumar. Óvenju fáir unglingar sóttu um vinnu og er það til marks um þenslu og ...

Grenivíkurgleði 2017, 18.-19. ágúst

Þá er að koma að hinni árlegu Grenivíkurgleði. Dagskrá með nokkuð hefðbundnu sniði, margt skemmtilegt fyrir yngri borgarana en ...

Hvar er best að búa?

Hún hefur nokkuð verið í umræðunni undanfarið reiknivél viðskiptaráðs, „hvar er best að búa?“. Þó sumt sé mælanlegt í krónum og aurum, er þessi mælikvarði þó nokkuð takmarkandi, enda margt sem myndar almenn lífsgæði af öðrum toga en peningalegum. Umhverfi og náttúrufar, samhugur, dugnaður og viðhorf íbúa, gæði stofnana og ...

Víkverja Moggans líkar vel við sundlaugina

Í Morgunblaðinu í dag er að finna skemmtilegan pistil Víkverja. Þar fjallar hann m.a. um sundlaugina á Grenivík og einnig um gott gengi Magna í fótboltanum. Ekki er augljóst af lestrinum hvort Víkverji er ...

Magni á siglingu í sumar

Vel hefur gengið hjá Magna í 2. deild í sumar og þegar keppni er hálfnuð deila Magnamenn efsta sæti með Njarðvík. Framundan eru heimaleikir hér á Grenivík og í jafnri keppni munar um góðan stuðning ...

Miðaldadagar á Gásum 2017 eða 1317

Hvernig væri að bregða sér til miðalda? Kannski til ársins 1317? Það er hægt á Gásum rétt utan við Akureyri á Miðaldadögum 14. til 16. júlí. Gásir er einn helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum frá c.a 1100-1600. Hvergi eru varðveittar jafnmiklar mannvistarleifar frá verslunarstað frá þessum tíma. Árlega færist líf og fjör ...

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Grýtubakkahrepps verður lokuð vegna sumarleyfa í tvær vikur, 10. júlí til og með 21. júlí. Hún opnar aftur mánudaginn 24. júlí....

Hraðakstur + börn = slysahætta

Á Grenivík er 30 km. hámarkshraði. Borið hefur á að þau mörk hafi verið gróflega brotin undanfarið. Einnig tíðkast í of miklum mæli að ung börn noti götur sem leiksvæði. Skorað er á hlutaðeigandi að bæta ráð sitt áður en alvarlegt slys verður. Lögreglan hefur jafnframt verið beðin að koma í óreglulegar heimsóknir til hraðamælinga í þorpinu.