Tímabundin lokun sundlaugar

Kæra fólk.

Frá og með deginum í dag, 18. september, verður sundlaugin lokuð öðru en kennslusundi í einhvern tíma á meðan á lokaáfanga pottaframkvæmda stendur. Verið er að leggja í flísalögn og lagna- og stýrikerfisvinna er í fullum gangi. Snjóbræðsla verður lögð í stéttar ef skaparanum hugnast að vera með okkur í liði. Stefnum við á að gormánuður verði ekki hafin þegar laugin opnar að nýju. Með ósk um skilning á þessari lokun sem vonandi raskar ekki illa þínu daglega lífi þá er réttast að þú hafir það gott og mætir fersk/ur þegar opnar að nýju.

Umsjónarmaður