Grenivíkurskóli auglýsir eftir íþróttakennara í tímabundið starf

Laus er til umsóknar 80-100% staða íþróttakennara við Grenivíkurskóla. Við leitum að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa með börnum og unglingum. Aðalkennslugreinar eru íþróttir og sund en einnig aðrar greinar eftir samkomulagi. Um er að ræða tímabundna stöðu frá 1. ágúst 2021 til 31. mars 2022.

 

Hæfniskröfur

¨      Leyfisbréf til kennslu í grunnskóla (leyfisbréf skal fylgja umsókn). Nám í íþróttafræði eða reynsla af íþróttakennslu er kostur.

¨      Brennandi áhugi á kennslu og vinnu með börnum og unglingum.

¨      Faglegur metnaður.

¨      Jákvæðni og frumkvæði ásamt lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.

¨      Góðir skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.

¨      Reglusemi og samviskusemi, gleði og umhyggja.

¨      Hreint sakavottorð.

 

Í Grenivíkurskóla eru rúmlega 50 nemendur í 1. – 10. bekk. Í skólanum er góður starfsandi þar sem leitast er við að haga skólastarfinu í sem fyllsta samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Meðal þess sem við leggjum ríka áherslu á er jákvæður skólabragur, góður starfsandi, lýðheilsa og umhverfismennt.  Nánari upplýsingar um skólann má finna á www.grenivikurskoli.is

 

Grýtubakkahreppur er fallegt og snyrtilegt 370 manna sveitarfélag við austanverðan Eyjafjörð, í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Þar er góð þjónusta og gott félags- og íþróttastarf. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hreppsins, www.grenivik.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl 2021. Senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið thorgeir@grenivikurskoli.is og verður móttaka umsókna staðfest.

 

Nánari upplýsingar gefur Þorgeir Rúnar Finnsson skólastjóri í síma 414-5410 eða í tölvupósti thorgeir@grenivikurskoli.is