Please update your Flash Player to view content.

Pistillinn

Apríl 2014.
Á fundi sveitarstjórnar þann 7. apríl sl. var ársreikningur Grýtubakkahrepps fyrir árið 2013 tekin til seinni umræðu. Ágætur rekstrarafgangur var hjá sveitarfélaginu eða af A hluta fyrirtækjum kr.26.751.000,- og af samstæðunni kr. 24.330.000,-. Veltufé frá rekstri var hjá A hlutanum kr. 49.713.000,- og af samstæðunni kr. 56.005.000,-, en veltufé er það fjármagn sem er til framkvæmda og afborgunar skulda. Helstu framkvæmdir hjá A hlutanum var bygging tengibyggingar við leikskólann og hjá B hlutanum bygging parhúss að Höfðagötu 1 á Grenivík.
Nánar...