Grenivíkurgleði

Grenivíkurgleði er fjölskylduskemmtun ætluð íbúum Grýtubakkahrepps, ættingjum, vinum og vandamönnum. Nauðsynlegt er fyrir íbúa og aðra gesti að eiga góða stund saman þannig að allir núverandi og fyrrum íbúar Grýtubakkahrepps vinir og vandamenn geti komið saman og skemmt sér ærlega, það er nauðsynlegt fyrir sál og líkama.

Gleðin hefur náð stærð og umfangi sem við megum vera stolt af. Ávalt er áhersla lögð á skemmtun fyrir alla aldurshópa, söngkeppni, skúrball, skemmtikraftar, tívolínammi ofl. Áhersla er lögð á fjölbreytni fyrir yngstu kynslóðina.

Litur gleðinnar er appelsínugulur og hvetjum við íbúa hreppsins til að skreyta hús sín og garða, þessi siður setur mikinn og góðann svip á hátíðina.

Einnig hefur Höfðahlaupið okkar fest sig í sessi sem eitt af skemmtilegasta hlaupi sem haldið er í Eyjarfirði. Hlaupið hefst við íþróttamiðstöðina og er hlaupið hringinn í kring um Þengilhöfðan og endað á sama stað, hlaupið er 11,2 km að lengd. Vinningar eru úr öllum áttum og er einungis nóg að taka þátt til að hljóta verðlaun, aðferðin sem við notum eru útdráttarverðlaun.

Við viljum ávalt koma á framfæri kæru þakklæti okkar til þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem styrkja þessa gleði, án þeirra væri væri ekki gerlegt að halda gleðinni áfram.

Lag Grenivíkurgleðinnar

Við rætur Kaldbaks Magnamenn,
sægreifar og sagnamenn,

harð sk maula sólsetrinu í.
Vestan til við skonsuna,
þeir bóna ottu monsuna,

og fara á henni Miðgarðana í.

Gamli bærinn minn, ljúfi Laufásinn,
Jónsabúðin þín og mín.

Á Grenivík við erum rík,

af gleði og söng.
Í Ástubrekku erum við,

og skemmtum oss af gömlum sið.

Við sólalagsins síðsumar,

með hvítvín bæði og grillhumar,
á Grenivíkurgrilli erum við.

Þar drengur hittir fagra snót,
þau ganga saman niðrí mót,

og kyssast síðan Ástubrekku í.

Gamli bærinn minn, ljúfi Laufásinn,
Jónsabúðin þín og mín.

Á Grenivík við erum rík,

af gleði og söng.
Í Ástubrekku erum við,

og skemmtum oss af gömlum sið.

Gamli bærinn minn, ljúfi Laufásinn,
Jónsabúðin þín og mín.

Á Grenivík við erum rík,

af gleði og söng.

Lag: Halldór Gunnar Pálsson
Texti: Benedikt Sigurðsson