Ganga á Kaldbak

Kaldbakur, konungur Eyfirskra fjalla, vakir yfir Grenivík og færir öllum orku sem vilja meðtaka.  Hann er 1173 metrar á hæð og því verðug áskorun sem launuð er með ríkulegu útsýni á björtum degi.  Stikuð gönguleið er alveg upp á topp Kaldbaks og hefst gangan nánast við sjávarmál,  hækkunin er því mikil. 

Ekið er frá Grenivík örskammt til norðurs eftir Látrastrandarvegi, farið framhjá afleggjara Kaldbaksferða og þegar komið er yfir Grenjá, blasir skiltið við á hægri hönd.  Gegnt því er merkt bílastæði, hinu megin vegarins.

Góða skemmtun.