Sparisjóður Höfðhverfinga

sparisjóður

Sparisjóður Höfðhverfinga var stofnaður á nýársdag 1879 af nokkrum bændum í Höfðahverfi og hefur starfað óslitið síðan. Þegar hann hafði flust milli bæja með gjaldkerum sínum í 60 ár fékk hann fastan samastað, fyrst í Hvammi og síðar Melgötu 12 á Grenivík. Á hundrað ára afmælinu festi Sparisjóðurinn kaup á eigin húsnæði á Grenivík sem var Túngata 11. Þar var hann í 18 ár og keypti þá Ægissíðu 7 sem hann seldi þegar hann flutti 2014 í núverandi leiguhúsnæði að Túngötu 1-3.

Sparisjóður Höfðhverfinga hefur í nær 140 ár gegnt mikilvægu hlutverki meðal viðskiptavina sinna innan sveitar og utan og ætlar sér það lengi enn. Ýmsar bankastofnanir fóru illa út úr hruninu en í stað þess að leggja upp laupana færði Sparisjóður Höfðhverfinga út kvíarnar 2012 og opnaði útibú á Akureyri. 

 

www.spsh.is