Félag aldraðra í Grýtubakkahreppi- Elli

Félag aldraðra í Grýtubakkahreppi var stofnað í apríl 2011. Til að spara gjaldkeranum erfiði við að skrifa þetta langa nafn á árgjaldakvittanir fékk félagið fljótlega gælunafnið Elli, sagt eins og væri gælunafn Elíasar. Haustið 2016 voru í félaginu 50 manns, 60 ára og eldri. Fundir eru einu sinni í mánuði frá september til maí, auk þess mæta þeir sem geta og vilja í Ellakaffi á Kontornum á mánudagsmorgnum til að ræða spaklega um veðrið og heimsmálin.