Deiliskipulag - kynning

Deiliskipulag Ægissíðu, Túngötu og Lækjarvalla á Grenivík – kynning deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. apríl 2021 að kynna tillögu vinnslustigi að deiliskipulagi íbúðarbyggðar og miðsvæðis við Ægissíðu, Túngötu og Lækjarvelli á Grenivík skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er alls um 13 ha. að stærð og nær til gatnanna Ægissíðu, Túngötu og Lækjarvalla á Grenivík. Í deiliskipulagstillögunni felst að skilgreindar verða nýjar íbúðarlóðir við fyrrgreindar götur, breytingar eru gerðar á lóðarmörkum nokkurra lóða auk þess sem eldra deiliskipulag fyrir Lækjarvelli mun falla úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags.

Skipulagstillagan liggur frammi á sveitarskrifstofu Grýtubakkahrepps frá föstudeginum 14. maí 2021 til og með föstudagsins 28. maí 2021 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, grenivik.is. Einnig verður haldið opið opið hús á sveitarskrifstofu Grýtubakkahrepps föstudaginn 14. maí n.k. þar sem kynningargöng verða til sýnis og færi gefst á að ræða við fulltrúa sveitarfélagsins varðandi skipulagstillöguna. Opið hús mun standa yfir milli kl. 10:00 og 14:00.

Deiliskipulagsuppdráttur er r.  Greinargerð er hér.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma ábendingum á framfæri til mánudagsins 24. maí 2021. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á sveitarskrifstofu Grýtubakkahrepps, Túngötu 3, 610 Grenivík, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi