Kynning lýsingar vegna breytinga á aðalskipulagi

Grýtubakkahreppur – kynning lýsingar vegna breytinga á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkti þann 11. mars 2019 að kynna skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022 fyrir almenningi á grundvelli 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Alls er um níu aðskildar breytingar að ræða og lúta þær að ferðaþjónustu og frístundabyggð utan þéttbýlis auk athafnasvæðis inn þéttbýlismarka Grenivíkur.

Lýsingin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 1. apríl 2019 til og með 19. apríl 2019. Lýsingin verður einnig aðgengileg á vef sveitarfélagsins á slóðinni grenivik.is.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér lýsinguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Grýtubakkahrepps, Túngötu 3, 610 Grenivík, eða til skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagisns á netfangið vigfus@sbe.is í síðasta lagi þann 19. apríl 2019.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Grýtubakkahrepps