- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 534
Mánudaginn 26. janúar 2026, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerðir lagðar fram.
Fundargerð lögð fram.
a. Breyting deiliskipulags v. Ægissíðu 10.
Fyrir fundi liggur erindi þar sem lóðarhafi Ægissíðu 10 á Grenivík óskar eftir breytingu á deiliskipulagi. Óskað er m.a. eftir eftirfarandi breytingum á skilmálum lóðarinnar; Stækkun á byggingarreit, aukið nýtingarhlutfall og bygging á bílskýli 2m út fyrir byggingarreit, að lóðin verði áfram óskipt, en í deiliskipulagi var gert ráð fyrir möguleika á að skipta lóðinni í tvær lóðir.
Sveitastjórn samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar sveitarstjórn erindinu í grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna.
Erindi lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að standa að umsókn til Fornminjasjóðs vegna verkefnisins. Hlutur sveitarfélagsins getur orðið allt að 1,5 milljónir króna. Áður samþykkt með tölvupóstum.
Sveitarstjórn staðfestir reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá Grýtubakkahreppi árið 2026. Viðmiðunarfjárhæðir launa hækka um 7% frá fyrra ári, til samræmis við hækkun á launavísitölu. Reglurnar verða birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:56.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.