Sveitarstjórnarfundur nr. 533

12.01.2026 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 533

Mánudaginn 12. janúar 2026, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:30.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 5. des. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 10. des. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð heilbrigðisnefndar Nl. eystra, dags. 17. des. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð almannavarnanefndar Nl. eystra, dags. 4. des. 2025.

Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn staðfestir framlagða fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti.

  1. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 17. des. 2025.

Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn staðfestir framlagða fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti.

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 10. des. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð 104. afgreiðslufundar SBE, dags. 19. des. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Frá Innviðaráðuneyti, úthlutun byggðakvóta 2025/2026.

Með bréfi Innviðaráðuneytis dags. 18. desember 2025, er boðuð úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2025/2026 og koma 50 þorskígildistonn í hlut Grýtubakkahrepps. Jafnframt er óskað eftir sérreglum sveitarstjórna og bókar sveitarstjórn Grýtubakkahrepps eftirfarandi er varðar sérreglur við úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu;

Þar sem afla Grenivíkurbáta er almennt landað annarsstaðar og ekið til vinnslu á Grenivík, samþykkir sveitarstjórn að eftirfarandi sérreglur gildi um úthlutun byggðakvóta hreppsins:

1/3 hluta kvótans skal deila jafnt milli þeirra skipa með leyfi til fiskveiða sem sækja um byggðakvóta og eiga heimahöfn í Grýtubakkahreppi.

2/3 hlutum kvótans skal skipta í hlutfalli við úthlutað aflamark sömu skipa fiskveiðiárið 2025/2026.

Að öðru leyti fer eftir reglugerð um úthlutun byggðakvóta nr. 1333/2025 og lögum um stjórn fiskveiða.

  1. Frá Sýslumanninum á Norðurl. eystra, tímabundið áfengisleyfi v. þorrablóts, dags. 5. jan. 2026.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

  1. Frá Héraðsskjalasafninu á Akureyri, ársskýrsla fyrir 2024, dags. 11. des. 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Frá Svæðisstöð íþróttahéraðs Nl. eystra, um tengingu við farsæld barna, dags. 11. des. 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Frá Jafnréttisstofu, skýrsla um umönnunarbil og þjónustu sveitarfélaga, dags. 9. des. 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Frá Jafnréttisstofu, gátlisti til að efla fjölbreytni í sveitarstjórnum, dags. 6. jan. 2026.

Erindi lagt fram.

  1. Mál í Samráðsgátt, áform um jöfnun atkvæðisréttar, dags. 17. des. 2025.

Sveitarstjórn hefur sent inn eftirfarandi umsögn sem var áður samþykkt með tölvupóstum:

Umsögn sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps

um mál nr. S-251/2025, Jöfnun atkvæðavægis – breyting á kosningalögum nr. 112/2021

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps leggst gegn þeim áformum um jöfnun atkvæðavægis við kosningar til Alþingis, sem nú hafa verið kynnt í Samráðsgátt.

Byggðastefna hefur um áratuga skeið verið rekin á Íslandi. Þó árangur sé kannski ekki til að hrópa húrra fyrir, er sú staðreynd að Alþingi gerir byggðaáætlanir og setur byggðastefnu, bein staðfesting á því að ójafnræði ríkir milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar í ýmsum málum. Má þar nefna aðgengi að ýmissi opinberri þjónustu, s.s. í heilbrigðis- og menntamálum. Einnig að opinber stjórnsýsla, ráðuneyti og stofnanir, eru að meginhluta til á höfuðborgarsvæði. Í raun hafa íbúar metið ýmis réttindi og þjónustu meira en atkvæðavægi þegar kemur að vali á búsetu. Þar spila einnig sterkt inn í fjölbreyttir atvinnumöguleikar á höfuðborgarsvæði sem eru bein afleiðing af stefnu stjórnvalda um staðsetningu þjónustu og stjórnsýslu.

Atkvæðavægi er með ýmsum hætti milli landa en almennt er misvægi eitthvert. Enda gjarna horft til landshluta ekki síður en einungis fólksfjölda á hverju svæði. Nærtækt er að benda á hið stóra lýðræðisríki Bandaríkin, þar sem misvægi er margfalt miðað við Ísland. Það misvægi er þó almennt ekki nefnt þegar talað er um mannréttindabrot á þeim slóðum.

Jöfnun atkvæðavægis að fullu ætti því fyrst að koma til álita þegar íbúar sitja við sama borð í flestum málum, eða að eðlilegt jafnvægi er að færast í búsetu um landið.

  1. Frístundastyrkur Grýtubakkahrepps 2026.

Reglur um frístundastyrk 2026 staðfestar. Upphæð styrks hækkar um 5% og er nú að hámarki kr. 42.000.- pr. barn á grunnskólaaldri.

  1. Húsnæðisbætur ungmenna 2026.

Húsnæðisbætur verða áfram 50% af leigu, þó að hámarki kr. 30.000 á mánuði.

  1. Ákvörðun um fjármögnun vegna fjárfestinga ársins.

Ákvörðun um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir hér með á fundi sínum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 25.000.000,- samkvæmt þeim lánaskilmálum sem í boði eru á þeim tíma sem lánið er tekið. Lántakan getur verið í formi skammtímaláns, sem forvera langtímaláns, eða sem langtímalán í þeim skuldabréfaflokkum sem Lánasjóðurinn býður hverju sinni. Sveitarstjórnin hefur kynnt sér skilmála viðkomandi skuldabréfaflokka eins og þeir birtast á heimasíðu Lánasjóðsins.

Til tryggingar láninu – þ.m.t. höfuðstól, vöxtum, verðbótum, dráttarvöxtum, uppgreiðslugjaldi og öðrum kostnaði – samþykkir sveitarstjórnin að tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, verði veðsettar.

Lánið er tekið til fjármögnunar framkvæmda ársins, s.s. gatnagerðar, endurnýjunar glugga og hurða í grunnskóla, viðbyggingar við leikskóla og fl. Um er að ræða verkefni sem hafa almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga nr. 150/2006 um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga.

Jafnframt er Þresti Friðfinnssyni sveitarstjóra, kt. 260861-2479., veitt fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Grýtubakkahrepps, sem og til að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda öll skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökunni, þar á meðal beiðni um útborgun láns.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:06.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.