Sveitarstjórnarfundur nr. 532

08.12.2025 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 532

Mánudaginn 8. desember 2025, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 14. nóv. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð heilbrigðisnefndar Nl. eystra, dags. 26. nóv. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 19. nóv. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 6. nóv. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð landbúnaðar- og umhverfisnefndar, dags. 18. nóv. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð bókasafnsnefndar, dags. 4. des. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Upplýsingaveita sveitarfélaga, dags. 26. nóv. 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Frá Akureyrarbæ, ársskýrsla velferðarsviðs 2024, dags. 28. nóv. 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Frá innviðaráðuneyti, áhugakönnun, tvítenging þéttbýlis, dags. 27. nóv. 2025.

Erindi lagt fram. Sveitarstjórn lýsir yfir áhuga á að komið verði á tvítengingu ljósleiðara í sveitarfélaginu til að tryggja fjarskiptaöryggi og er reiðubúin til samtals við ráðuneytið um lausnir í þeim efnum.

  1. Samningur um rekstur Grenilundar, samkomulag um breytingu, dags. 1. des. 2025.

Sveitarstjórn staðfestir samninginn fyrir sitt leyti. Áður samþykkt með tölvupóstum.

  1. Samningur um ráðgjafaþjónustu í velferðar- og skólaþjónustu, Akureyrarbær, dags. 1. des. 2025, lagður fram til fyrri umræðu.

Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og vinna málið áfram. Vísað til síðari umræðu.

  1. Samkomulag vegna breytingar í eigendahópi Höfði I.A.Holding ehf., dags. 30. nóv. 2025.

Sveitarstjórn staðfestir samkomulagið fyrir sitt leyti. Áður samþykkt með tölvupóstum.

  1. Erindi frá ADHD samtökunum, styrkbeiðni, dags. 26. nóv. 2025.

Erindi hafnað.

  1. Erindi frá Andrési Guðmundssyni vegna Skólahreysti, dags. 4. des. 2025.

Erindi hafnað.

  1. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2026 – 2029, síðari umræða, framh.

Síðari umræðu lokið. Sveitarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:20.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.