- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 531
Mánudaginn 24. nóvember 2025, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn staðfestir framlagða rekstraráætlun fyrir árið 2026 fyrir sitt leyti.
Fundargerð lögð fram.
Þinggerð lögð fram.
Erindi lagt fram. Sveitarstjórn staðfestir framlagða kostnaðaráætlun fyrir árið 2026 fyrir sitt leyti.
Erindi hafnað.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Bjarmahlíð um kr. 200.000.- Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja málefnið um kr. 75.000.- Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Erindi lagt fram.
Í bókun Kvenfélagsins Hlínar kemur fram hvatning til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands um að tryggja áframhald á þeirri þjónustu sem verið hefur á vegum HSN. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir bókun Hlínar. Fulltrúar sveitarstjórnar áttu fyrr í haust fund með forsvarsmönnum HSN þar sem farið var yfir framtíð heilsugæslunnar með það fyrir augum að tryggja áframhaldandi þjónustu. Fundurinn var jákvæður og aðilar sammála um mikilvægi þjónustunnar á staðnum.
Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur nágranna sinna í Eyjafjarðarsveit og bendir á að á Kristnesi er unnið gífurlega mikilvægt starf sem ekki er í boði annars staðar á Norður- og Austurlandi.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram.
Fyrir fundinum liggur tillaga að viðauka I við fjárhagsáætlun ársins sem sveitarstjóri fór yfir og útskýrði. Í tillögunni er gert ráð fyrir auknum útgjöldum að fjárhæð 20,5 millj. kr. en einnig auknum tekjum að sömu fjárhæð eða 20,5 millj. kr. Rekstrarniðurstaða skv. viðauka I er því áætluð sú sama og samkvæmt upphaflegri áætlun. Stærstu breytingarnar í rekstri tengjast nýrri stöðu iðjuþjálfa og auknum ráðningum ungmenna í sumarstörf, kostnaði við sjóvarnargarð og svo er gert ráð fyrir að söluhagnaður vegna íbúðar komi inn sem auknar tekjur. Tillaga að viðauka I gerir einnig ráð fyrir lækkun á framkvæmdakostnaði ársins að fjárhæð 22,0 millj. kr. Lækkun á framkvæmdakostnaði er tilkomin vegna frestunar á malbikunarframkvæmdum að Lækjarvöllum, 15,0 millj. kr., og vegna byggingar á lyftu í Grenivíkurskóla, 7,0 millj. kr. Viðauki vegna framkvæmdaáætlunar komi til hækkunar á handbæru fé.
Viðaukinn var borinn upp til samþykktar og var hann samþykktur samhljóða.
Álagningarhlutfall gjalda hjá Grýtubakkahreppi 2026:
Útsvarsprósenta (hámark) 14,97%
Fasteignaskattur A 0,48%
(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
Fasteignaskattur B (opinberar byggingar) 1,32%
Fasteignaskattur C 1,50%
Vatnsskattur 0,15%
Lóðarleiga af fasteignamati lóða 0,50%
Fráveitugjald/holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar 0,25%
Aukavatnsgjald stórnotenda (fyrirtækja), rúmmálsgjald 21,75 kr/m3
Sorphirðugjald:
Íbúðir á Grenivík og sveitaheimili kr. 79.914.-
Sumarbústaðir utan Grenivíkur kr. 37.150.-
Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):
Flokkur 1 kr. 60.197.-
Flokkur 2 kr. 79.914.-
Flokkur 3 kr. 147.282.-
Flokkur 4 kr. 244.243.-
Flokkur 5 kr. 688.046.-
Flokkur 6 kr. 1.230.473,-
Sveitarstjórn skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.
Gjaldtaka fyrir losun seyru:
Rotþrær minni en 3.600 l kr. 13.038.-
Rotþrær 3.600 l og stærri kr. 19.559.-
Gjald fyrir eyðingu dýrahræja, lagt á heildarfjölda hverrar dýrategundar samkv. forðagæsluskýrslu:
Nautgripir 463 kr/grip, Sauðfé og geitur 77 kr/grip, Hross 128 kr/grip, Grísir 312 kr/grip
Gjalddagar:
8 gjalddagar frá 01.02.2026-01.09.2026 fyrir kr. 40.001.- og hærra
2 gjalddagar, 01.04.2026 og 01.06.2026 fyrir kr. 10.001-40.000.-
1 gjalddagi, 01.05.2026 fyrir lægra en kr. 10.000.-
Sveitarstjórn staðfestir framangreind álagningarhlutföll og gjöld fyrir árið 2026.
Sveitarstjórn staðfestir jafnframt aðrar gjaldskrár og verða þær birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Farið yfir fjárfestingaáætlun 2026-2029.
Síðari umræðu frestað.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:40.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.