Sveitarstjórnarfundur nr. 530

10.11.2025 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 530

Mánudaginn 10. nóvember 2025, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 21. okt. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 19. ágúst 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 28. okt. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar SBE, dags. 27. okt. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Skipulagsmál – lóðarumsókn.

a. Höfðagata 11.

Anna Karen Einisdóttir, kt. 130903-2230, og Starkaður Sigurðarson, kt. 211003-3670, sækja um lóðina Höfðagötu 11 til byggingar á íbúðarhúsi. Sveitarstjórn samþykkir umsóknina og úthlutar lóðinni Höfðagata 11 til þeirra Önnu og Starkaðar.

  1. Frá Sambandi ísl. sveitarf., skipun í tvo bakhópa, dags. 6. nóv. 2025.

Sveitarstjórn skipar Sigurð Baldur Þorsteinsson í bakhóp um úrgangsmál og hringrásarhagkerfið og Þröst Friðfinnsson í bakhóp um loftslagsmál sveitarfélaga fyrir hönd Grýtubakkahrepps.

  1. Frá Norðurorku, svar við erindi sveitarstjórnar, dags. 6. nóv. 2025.

Í svari við erindi sveitarstjórnar kemur fram að stjórn Norðurorku hefur ákveðið að lækka gjaldskrá Reykjaveitu um næstu áramót um 1,4% í stað hækkunar um 5,1% sem áður hafði verið ákveðið. Einnig kemur fram að Norðurorka óskar eftir að hefja samtal við Grýtubakkahrepp og Þingeyjarsveit um þróun gjaldskrár Reykjaveitu til lengri tíma. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita að ganga til þeirra viðræðna fyrir hönd sveitarfélagsins.

  1. Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dags. 27. okt. 2025.

Erindi lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Flugklasann Air 66N fyrir árið 2026 um sem nemur 500 kr. per íbúa.

  1. Erindi frá Búnaðarsambandi S-Þing, vegna útgáfu Búkollu, dags. 27. okt. 2025.

Erindi lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja útgáfu bókarinnar Byggðir og bú um 50.000 kr. Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.

  1. Barnaverndarsamningur, gildir frá 1. desember 2025, síðari umræða.

Síðari umræðu lokið. Sveitarstjórn staðfestir samninginn fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að skrifa undir hann.

  1. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2026 – 2029, síðari umræða.

Farið yfir gjaldskrármál, rekstraráætlun og fjárfestingaáætlun. Síðari umræðu frestað.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:26.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson