- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 528
Mánudaginn 27. október 2025, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Gunnar B. Pálsson, Inga María Sigurbjörnsdóttir og Svala Fanney Snædahl Njálsdóttir sem sat fundinn í fjarveru Fjólu V. Stefánsdóttur. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Árni Ólafsson, arkítekt, og Arnar Ólafsson, skipulagsfulltrúi SBE, mættu á fund sveitarstjórnar. Farið var yfir drög að skipulagslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Grýtubakkahrepps. Er þar með formlega hafin vinna við endurskoðun aðalskipulags Grýtubakkahrepps.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Erindi lagt fram.
Farið yfir samninginn. Vísað til síðari umræðu.
Rætt um álagningarprósentur, fjárfestingaáætlun og gjaldskrár. Fyrri umræðu lokið.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:28.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson