Sveitarstjórnarfundur nr. 527

13.10.2025 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 527

Mánudaginn 13. október 2025, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 26. sept. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 25. sept. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 30. sept. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð 100. afgreiðslufundar SBE, dags. 29. sept. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð ungmennaráðs Grýtubakkahrepps, dags. 26. sept. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Skipun í ungmennaráð Grýtubakkahrepps, 2025 - 2026.

Eftirtalin ungmenni skipuð í ungmennaráð Grýtubakkahrepps 2025 – 2026:

Ari Logi Bjarnason, Rakel Ýr Ingibjargardóttir, Katla Eyfjörð Þorgeirsdóttir, Selma Lind Björnsdóttir og Ágúst Hrafn Guðjónsson.

  1. Skipulagsmál – endurskoðun aðalskipulags Grýtubakkahrepps.

Rætt um drög að skipulagslýsingu.

  1. Skipulagsdagurinn 2025, haldinn 23. október 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Boð á haustþing SSNE, haldið 29. október 2025.

Erindi lagt fram. Gísli Gunnar Oddgeirsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir verða fulltrúar Grýtubakkahrepps á fundinum.

  1. Erindi frá skólastjóra Grenivíkurskóla, hádegisgæsla nemenda, dags. 9. okt. 2025.

Þorgeir Rúnar Finnsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Sveitarstjórn samþykkir að greiða kr. 140.000,- vegna hádegisgæslu og föstudagsfrágangs veturinn 2025-2026. Upphæðin rennur í ferðasjóð nemenda vegna skólaferðalags vorið 2027. Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.

  1. Erindi frá SSNE v. Kvennaathvarfs, dags. 26. sept. 2025.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið í samræmi við íbúafjölda sveitarfélagsins. Fer inn í fjárhagsáætlun næsta árs.

  1. Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands, skipulag skógræktar, dags. 22. sept. 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Árleg ráðstefna Almannavarna, haldin 16. okt. 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Byggðaráðstefnan 2025, haldin 4. nóv. 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Fjölskylduþjónusta Norðurlands eystra, þátttaka í verkefninu.

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu og að taka þátt í kostnaði vegna þess í samræmi við íbúafjölda sveitarfélagsins. Fer inn í fjárhagsáætlun næsta árs.

  1. Mál í samráðsgátt, breytingar á sveitarstjórnarlögum, mál nr. 180/2025.

Sveitarstjórn hafnar sameiningum sveitarfélaga með valdboði svo sem boðað er í frumvarpsdrögum. Farið yfir og gengið frá umsögn sveitarstjórnar um frumvarpsdrögin og sveitarstjóra falið að senda umsögnina í samráðsgátt.

  1. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2026 – 2029, fyrri umræða.

Rætt um álagningarprósentur og gjaldskrár, fyrri umræðu frestað.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:42.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.