- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 526
Mánudaginn 22. september 2025, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Gunnar B. Pálsson, Inga María Sigurbjörnsdóttir og Sigrún Björnsdóttir sem sat fundinn í fjarveru Fjólu V. Stefánsdóttur.
Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Fundargerðir lagðar fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra fyrir árið 2026 fyrir sitt leyti og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar sveitarfélagsins.
Lagður er fram viðauki (Amendment Agreement) við samninga um hótellóð við Höfði development ehf. Viðaukinn felur í sér framlengingu á kvöðum um upphaf starfsemi til 31.12.2026, með möguleika á framlengingu um 6 mánuði til viðbótar.
Sveitarstjórn staðfestir viðaukann og felur sveitarstjóra að undirrita.
Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti samstarfssamninginn, skipuritið og starfsreglurnar. Sveitarstjórn skipar Þorgeir Rúnar Finnsson sem aðalmann og Margréti Ósk Hermannsdóttur sem varamann í svæðisbundið farsældarráð.
Erindi lagt fram.
Þröstur Friðfinnsson sækir fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Fjóla V. Stefánsdóttir fer með umboð sveitarfélagsins á fundinum en Þorgeir Rúnar Finnsson til vara.
Gísli Gunnar Oddgeirsson fer með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
Gísli Gunnar Oddgeirsson fer með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
Erindi hafnað, sveitarfélagið styrkir hliðstæða starfsemi á Norðurlandi.
Íbúðin var auglýst til sölu í ágúst sl. með tilboðsfresti til 1. september. Eitt tilboð barst í íbúðina. Sveitarstjórn hafnaði tilboðinu en ákveðið var að ganga til samninga við tilboðsgjafa og náðust samningar um sölu á íbúðinni á kr. 25.000.000,-. Sveitarstjórn staðfestir framlagðan kaupsamning (áður samþykkt með tölvupóstum).
Í lögfræðiáliti Strategiu til Norðurorku frá 19. ágúst sl. er fjallað um ótilhlýðileika ákvarðana í stjórnun hlutafélags, þ.e. ákvarðana sem fallnar séu til að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins, í samhengi við erindi Grýtubakkahrepps um lækkun gjaldskrár vegna notenda Reykjaveitu. Vekur umfjöllun þessi nokkra undrun sveitarstjórnar.
Niðurstaða álitsins er að ekki sé hægt að verða við erindinu án þess að farið sé gegn hagsmunum hluthafa um arðsemi, faglega aðferðafræði við fjárstýringu og fjárhagsbókhalds félagsins, eða bitni á viðhaldsfjárfestingum Reykjaveitu, nema í því felist að notendum veitunnar séu um leið afhentir fjárhagslegir hagsmunir með ótilhlýðilegum hætti. Ekki verður séð að þessi niðurstaða byggi á traustum grunni.
Grýtubakkahreppur hafnar einnig því sem kemur fram í álitinu, að umboð stjórnarmanna Norðurorku nái ekki til annars konar ákvarðana en þeirra sem byggja á hreinum viðskiptalegum forsendum. Norðurorka er innviðafyrirtæki sem nýtur margvíslegs stuðnings eigenda sinna beint og óbeint í þágu samfélagsins á starfssvæði sínu og hafa hluthafar m.a. gengist í beinar ábyrgðir fyrir lánum Norðurorku, öfugt við það sem fram kemur í lögfræðiálitinu. Stjórn Norðurorku hlýtur að taka ákvarðanir í rekstri sínum og starfsemi sem miða að því að efla og styrkja innviði, íbúum á starfssvæði Norðurorku til hagsbóta, en tryggja um leið að reksturinn sé sjálfbær og veiti möguleika til hógværra arðgreiðslna þegar svigrúm er til.
Grýtubakkahreppur hefur teflt fram viðskiptalegum rökum um að forsendur að baki útreikningum á gjaldskrá Reykjaveitu séu ekki réttar. Lögfræðiálitið hrekur ekki þau sjónarmið Grýtubakkahrepps.
Sveitarstjóra er falið að ítreka erindi Grýtubakkahrepps og telur að stjórn Norðurorku beri að taka sjálfstæða afstöðu til þess.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:50.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson