Sveitarstjórnarfundur nr. 525

01.09.2025 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 525

Mánudaginn 1. september 2025, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð 99. afgreiðslufundar SBE, dags. 26. ágúst 2025.

Fundargerð lögð fram. Í lið 1 er The North Fjord ehf. veitt samþykki fyrir byggingaráformum og byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni Akurbakkavegur 6.

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 20. ágúst 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 26. ágúst 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Erindi sveitarstjórnar v. gjaldskrár hitaveitu; Svar stjórnar Norðurorku, dags. 26. ágúst 2025.

Erindi sveitarstjórnar er hafnað af hálfu Norðurorku með vísan til lögfræðiálits sem unnið var fyrir fyrirtækið. Sveitarstjórn lýsir yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðuna og telur ýmislegt við umrætt lögfræðiálit að athuga. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í takt við umræður á fundinum þar til næstu skref verða ákveðin.

  1. Skipulagsmál.

a.  Frá Nesbræðrum, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna malartöku í Laufásnámu, dags. 28. ágúst 2025.

Sveitarstjórn samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi, að því gefnu að öll formskilyrði séu uppfyllt.

b.  Erindi frá Fjallhamri ehf., lóðarmál.

Sveitarstjórn líst vel á erindið og ákveður að hefja undirbúning breytinga á aðalskipulagi varðandi iðnaðarsvæði í sveitarfélaginu.

c.  Höfðagata 5b, staðsetning geymsluskúrs.

Sveitarstjórn, sem lóðarhafi lóðarinnar Höfðagata 7, samþykkir fyrir sitt leyti að staðsetning geymsluskúrs á lóðinni Höfðagata 5b, framan húss samkvæmt aðaluppdrætti, færist nær lóðamörkum við Höfðagötu 7, þó ekki minna en 1 metra frá lóðamörkum.

  1. Frá Ella, Félagi eldri borgara í Grýtubakkahreppi, styrkbeiðni, dags. 18. ágúst 2025.

Erindi vísað til Sæness.

  1. Frá Félagi fósturforeldra, styrkbeiðni, dags. 26. ágúst 2025.

Erindi hafnað.

  1. Erindi frá SUNN, varðar áform um sjókvíaeldi í Eyjafirði, dags. 29. ágúst 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Frá Jafnréttisstofu, afmælisráðstefna í Hofi, haldin 15. sept. 2025.

Erindi lagt fram.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:23.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.