- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 524
Mánudaginn 18. ágúst 2025, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Fundargerð lögð fram. Í lið 1 er Heimi Ásgeirssyni veitt byggingarheimild vegna niðurrifs á einbýlishúsi á lóðinni Ægissíða 10 á Grenivík. Í lið 2 er samþykkt umsókn Pharmarctica ehf. um breytingu á áður samþykktum teikningum viðbyggingar við iðnaðarhúsnæði á lóðinni Lundsbraut 2 á Grenivík.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stækkum leyfisins. Áður samþykkt með tölvupóstum.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fara með málefni sveitarfélagsins er varðar áheyrnarfulltrúa í velferðarráði Akureyrarbæjar og að koma á, í samstarfi við samstarfssveitarfélögin, föstu skipulagi á tilnefningu hins sameiginlega áheyrnarfulltrúa hverju sinni. Sveitarstjórn verði gert kunnugt um skipulagið og nafn hins sameiginlega áheyrnarfulltrúa þegar það liggur fyrir.
Erindi lagt fram.
Erindi hafnað.
Erindi hafnað.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í takt við umræður á fundinum.
Erindi vísað til byggingarfulltrúa.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:21.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.