Sveitarstjórnarfundur nr. 523

07.07.2025 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 523

Mánudaginn 7. júlí 2025, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Samstarf sveitarfélaga á SSNE svæði um slökkvilið.

Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, mætti á fund sveitarstjórnar og kynnti hugmyndir um samstarf sveitarfélaga á starfssvæði SSNE um rekstur slökkviliða. Sveitarstjórn þakkar Gunnari Rúnari fyrir greinargóða kynningu.

  1. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 20. maí 2025.

Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn tekur vel í hugmyndir um þátttöku í ráðstefnu þar sem fjalla á um samstarf sveitarfélaga í skipulagsmálum og framtíð Eyjafjarðar.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 24. júní 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð 97. afgreiðslufundar SBE, dags. 24. júní 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 19. júní 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, ársreikningur 2024 til kynningar.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá Sýslumanni Nle., tímabundið áfengisleyfi á Grenivíkurgleði, dags. 3. júlí 2025.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna.

  1. Erindi frá SSNE, v. loftslagsstefnu Norðurlands eystra, dags. 2. júlí 2025.

Erindi lagt fram. Sveitarstjórn tilnefnir Þröst Friðfinnsson og Sigurð Baldur Þorsteinsson sem fulltrúa sveitarfélagsins í vinnu við mótun sameiginlegrar loftslagsstefnu fyrir sveitarfélög á starfssvæði SSNE.

  1. Erindi frá Bjarna Arasyni, svæði fyrir litboltavöll, dags. 30. júní 2025.

Sveitarstjórn samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

  1. Erindi frá Norðurorku, ábyrgðarbeiðni vegna lántöku, dags. 26. júní 2025.

Ákvörðun um að veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánasamningi vegna láns Norðurorku hf. frá Lánasjóði sveitarfélaga:

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 300.000.000-, í samræmi við lánsumsókn í vinnslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Eignarhlutur Grýtubakkahrepps í Norðurorku hf. er 0,1817% og er hlutdeild sveitarfélagsins í þessari ábyrgð því nú að upphæð kr. 545.100,-.

Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveituframkvæmdum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda félagsins til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Grýtubakkahreppur selji eignarhlut í félaginu til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Þresti Friðfinnssyni kt. 260861-2479, sveitarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grýtubakkahrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

  1. Málefni Reykjaveitu.

Sveitarstjórn sendi erindi þann 11. febrúar 2025 til stjórnar Norðurorku, þar sem farið var fram á að gjaldskrá Reykjaveitu yrði samræmd gjaldskrá hitaveitu Norðurorku á öðrum svæðum. Sveitarstjórn lýsir yfir vonbrigðum með að engin svör hafa enn borist við erindinu og harmar jafnframt þá meðferð sem hagsmunir íbúa Grýtubakkahrepps hafa fengið hjá Norðurorku á liðnum árum.

Þá vill sveitarstjórn benda á að, auk þeirra efnislegu raka sem fram koma í erindinu sem og í fyrri erindum um sama mál, þá rekur Grýtubakkahreppur eigin fráveitu og vatnsveitu. Rekstrarkostnaður þeirra veitna er að fullu borinn af Grýtubakkahreppi, fjármagnaður af fasteignaeigendum sem njóta þjónustu þeirra veitna.

Norðurorka hefur tekið á sig skuldbindingar vegna yfirtöku og framkvæmda við fráveitu á Akureyri sem eru það miklar að draga má í efa að fráveitan skili þeirri arðsemi sem ætlast er til af Reykjaveitu. Í því samhengi verður að telja umdeilanlegt hverjir eru að niðurgreiða fyrir hverja í rekstri veitna Norðurorku, enda aldrei hægt að ná fullu samræmi í arðsemi margra veitna með fjölbreytta þjónustu á misjafnlega hagkvæmum svæðum. Verður að telja eðlilegt í slíkri stöðu að gætt sé jafnræðis milli svæða og þjónustuþega eftir því sem hægt er með góðu móti.

Sveitarstjórn ítrekar hér með ósk sína um að gjaldskrá Reykjaveitu verði aðlöguð að gjaldskrá hitaveitu á öðrum svæðum að fullu.

  1. Erindi frá HSÞ, rekstrarsamningur 2026, dags. 6. júní 2025.

Erindi vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

  1. Frá HSN, breyting þjónustu, heilsueflandi heimsóknir, dags. 30. júní 2025.

Sveitarstjórn þykir miður að HSN sjái sér ekki fært að veita umrædda þjónustu áfram, enda hefur hún verið gagnleg og mikilvæg. Sveitarstjórn leggur áherslu á að ekki komi til frekari þjónustuskerðingar í sveitarfélaginu af hálfu HSN og er reiðubúin til viðræðna um leiðir til að tryggja framtíðarskipulag þjónustu í sveitarfélaginu.

  1. Ársskýrsla Grenivíkurskóla fyrir liðið skólaár og skýrsla um innra mat.

Skýrslur lagðar fram.

  1. Laun í vinnuskóla sumarið 2025.

Laun með orlofi sumarið 2025 verða þannig:

Dagvinna Yfirvinna

14 ára á árinu kr. 1.323,21 kr. 2.234,39

15 ára á árinu kr. 1.671,42 kr. 2.822,38

16 ára á árinu kr. 2.263,38 kr. 3.821,98

Sveitarstjórn staðfestir launatöfluna. (Áður staðfest með tölvupóstum).

  1. Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, vinnustofa um lögheimilisskráningu, haldin 11. sept. 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Frá innviðaráðuneyti, Innviðaþing, haldið 28. ágúst 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfisþing, haldið 15. – 16. sept. 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Frá UMFÍ, ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðheilsa 2025, haldin 12. – 14. sept. 2025.

Erindi lagt fram.

Oddviti leitar afbrigða til að taka dagskrárlið nr. 20 á dagskrá.

Afbrigði samþykkt.

  1. Yfirlýsing stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 7. júlí 2025.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps tekur undir yfirlýsingu stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

Sveitarstjórn ítrekar jafnframt fyrri umsagnir um frumvarp um veiðigjald þar sem meðal annars kemur fram að hækkun veiðigjalda á fyrirtæki í Grýtubakkahreppi muni nema á bilinu 3-400 milljónum króna á ári. Á Grenivík eru unnin um 3.500 tonn af bolfiski á ári og ljóst að þessar álögur raska verulega grundvelli til rekstrar fiskvinnslu á Grenivík. Bein og óbein áhrif munu að óbreyttu verða veruleg á samfélagið og sveitarfélagið.

Sveitarstjórn harmar þá pattstöðu sem komin er upp í málinu og hvetur Alþingi til að komast að niðurstöðu sem allir geti við unað. Í því skyni leggur sveitarstjórn til eftirfarandi leið:

Að lagafrumvarpið verði lögfest í óbreyttri mynd en að áhrifum þess verði þó frestað í tvö ár þannig að á næsta ári verði reiknað eftir bæði eldri og nýrri lögum og 1/3 hluti hækkunar innheimtur. Á þarnæsta ári verði reiknað á sama hátt en 2/3 hlutar hækkunar innheimtir. Á þessum tíma verði áhrifin af breytingunum á fyrirtæki og samfélög metin jafnóðum.

Sveitarstjórn telur að með þessu skapist svigrúm til að milda áhrifin og leiðrétta breytingar ef þörf til þess kemur fram.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:53.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.