Sveitarstjórnarfundur nr. 522

23.06.2025 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 522

Mánudaginn 23. júní 2025, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags 27. maí, 13. og 16. júní 2025.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurl. eystra, dags. 11. júní 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE dags. 4. júní 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð almannavarnanefndar Norðurl. eystra, dags. 30. maí 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 11. júní 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð skólanefndar Tónlistarsk. Eyjafjarðar, dags. 6. júní 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerðir 95. og 96. afgreiðslufunda SBE, dags. 28. maí og 6. júni 2025.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Skipulagsmál.

a. Ægissíða 10, breyting deiliskipulags.

Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en sveitarstjórn vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 44. gr. laganna þar sem breytingin hefur áhrif á aðra lóðarhafa.

b. Höfðagata 16, afmörkun lóðar.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti breytta lóðarstærð Höfðagötu 16 samkvæmt framlögðum gögnum úr 700fm í 1082fm, einnig telur sveitarstjórn að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og eiganda lóðarinnar skv. 3 mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fullnusta afgreiðslu lóðarinnar þegar merkjalýsing/hnitsettur lóðaruppdráttur liggur fyrir skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024.

  1. Skólaakstur.

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi til tveggja ára með möguleika á framlengingu til tveggja ára, við núverandi skólabílstjóra á grundvelli eldri samnings.

  1. Boð á aðalfund Minjasafnsins á Akureyri, haldinn 11. júní 2025.

Inga María Sigurbjörnsdóttir sótti fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Áður samþykkt með tölvupóstum.

  1. Boð á aðalfund Greiðrar leiðar ehf., haldinn 25. júní 2025.

Þröstur Friðfinnsson fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

  1. Frá ríkislögreglustjóra, sumarstörf ungmenna og fl., dags. 10. júní 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá Félagi atvinnurekenda, hækkun fasteignamats, dags. 10. júni 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá Vinum íslenskrar náttúru, skipulag skógræktar, dags. 4. júní 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá SUNN og Árna Pétri Hilmarssyni, sjókvíaeldi, dags. 16. júní 2025.

Erindi lagt fram. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga er varða málið.

  1. Mál í samráðsgátt, áform um skattlagningu orkumannvirkja.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps varar við þeirri breytingu að fasteignaskattur renni ekki að fullu til þess sveitarfélags þar sem fasteignirnar eru, eða í það minnsta til þess landsvæðis. Einnig eru sveitarfélög fullfær um að innheimta fasteignaskatta sjálf.

Ef gera á grundvallarbreytingu á meðhöndlun fasteignaskatta, ætti þá jafnframt að skoða fasteignaskatt á ríkisstofnanir sem þjóna landinu öllu, en til þessa hefur Reykjavík notið fasteignaskatts af þeim að lang stærstum hluta. Ekki verður séð að eðlismunur sé á þessu tvennu. Nefna má sérstaklega fasteignir þar sem höfuðstöðvar þessara sömu orkufyrirtækja eru til húsa, hví skyldi gilda annað um þær fasteignir en orkumannvirkin sjálf?

Þá verður að benda á þá ósanngirni á sama tíma, að dreifbýli í nágrenni virkjana greiði mikið hærra rafmagnsverð en fjarlæg þéttbýli. Ekki gengur að það sé einstreymisloki á réttlæti landsmanna eftir búsetu.

Jafnframt er tekið undir umsögn Samtaka orkusveitarfélaga.

Rétt er að taka fram að umsögn þessi er andstæð beinum fjárhagslegum hagsmunum sveitarfélagsins af málinu, hún snýst um almenna sanngirni, hefðir og hagsmuni sveitarfélaga á landsbyggðinni í heild.

  1. Samningur við SSNE um framlög til Markaðsstofu Norðurlands, vegna reksturs Áfangastaðastofu.

Sveitarstjórn staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann.

  1. Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, bókun stjórnar, dags 19. júní 2025.

Sveitarstjórn tekur undir bókun stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:41.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.