Sveitarstjórnarfundur nr. 519

14.04.2025 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 519

Mánudaginn 14. apríl 2025, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 14. mars, 19. mars, 20. mars og 4. apríl 2025.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Fundargerð 89. afgreiðslufundar SBE, dags. 14. mars 2025.

Fundargerð lögð fram. Í lið 1 er Hans-Heinrich Grüenert, kt. 260154-2069, veitt byggingarheimild vegna byggingar 15,4 fm húss við sumarhús á lóðinni Sunnuhlíð 10, Grenivík.

  1. Fundargerð 90. afgreiðslufundar SBE, dags. 28. mars 2025.

Fundargerð lögð fram. Í lið 1 sækir Beitir Ólafsson, kt. 020786-2729, um breytingar á áður samþykktum teikningum af 205,3 fm frístundahúsi á lóðinni Sunnuhlíð 9, Grenivík.

  1. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, dags. 7. apríl 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 20. mars 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð eigendafundar Norðurorku, dags. 27. mars 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð aðalfundar Moltu ehf., dags. 8. apríl 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð fulltrúaráðs EBÍ og nýjar samþykktir, dags. 19. mars 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Samningar til staðfestingar.

a. Samningur við Akureyrarbæ um ráðgjöf v. leikskóla.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn.

b. Samningur við HSN um vettvangsliða.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn.

  1. Erindi frá eftilitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, áhrif kjarasamninga á fjárhag sveitarfélaga, dags. 9. apríl 2025.

Erindi lagt fram. Erindinu hefur verið svarað.

  1. Erindi frá Norðurþingi, um sameiginlega náttúruverndarnefnd, dags. 2. apríl 2025.

Erindi lagt fram. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

  1. Frá Norðurþingi, bókun um samskipti ríkis/Alþingis og sveitarfélaga, dags. 10. apríl 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá Önnu Báru Bergvinsdóttur og Sveini Sigtryggssyni, áform Fiskistofu um bann við netaveiði í sjó, dags. 9. apríl 2025.

Sveitarstjórn bendir á að réttur landeigenda til netaveiða í sjó byggir á aldagamalli hefð. Eftir því sem sveitarstjórn kemst næst hefur þessi réttur verið nýttur afar hóflega síðustu árin fyrir landi jarða sveitarfélagsins. Því verður ekki séð að bann við netaveiði fyrir landi jarðanna muni hafa nokkur áhrif á viðgang bleikjustofna. Leggst sveitarstjórn því gegn því að þessi réttur verði skertur umfram það sem nú þegar er.

  1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps fyrir árið 2024 lagður fram, fyrri umræða.

Fyrri umræðu lokið og ársreikningi vísað til síðari umræðu.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:40.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.