Sveitarstjórnarfundur nr. 499

29.04.2024 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 499

Mánudaginn 29. apríl 2024, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

 1. Erindi frá slökkviliðsstjóra, menntun vettvangsliða, dags. 4. apríl 2024, framhald umræðu.

Þorkell Pálsson, slökkviliðsstjóri, mætti á fund sveitarstjórnar til að fara yfir málið og svara spurningum. Sveitarstjórn þakkar Þorkeli fyrir greinargóð svör. Sveitarstjórn samþykkir að greiða fyrir verklegan hluta náms vettvangsliða í samræmi við erindið, verður það tekið fyrir við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.

 1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 19. apríl 2024.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 26. mars 2024.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 23. apríl 2024.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð 69. afgreiðslufundar SBE, dags. 18. apríl 2024.

Fundargerð lögð fram.

Í lið 1 er Pólarhestum ehf., kt. 550502-5850, veitt byggingarheimild vegna endurbyggingar og stækkunar geymsluskemmu á jörðinni Grýtubakka 2.

Í lið 2 er Halldóri Sigurbirni Höskuldssyni, kt. 220957-4629, veitt byggingarheimild vegna byggingar 23,6 fm sólskála við íbúðarhúsið í Réttarholti II.

Í lið 3 er Norðurorku hf., kt. 550978-0169, veitt byggingarheimild vegna reisingar fjarskiptamasturs við íþróttavöll Magna á Grenivík.

 1. Fundargerð stjórnar SBE, dags. 20. mars 2024.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð aðalfundar SBE, dags. 10. apríl 2024.

Fundargerð lögð fram.

 1. Skipulagsmál.

a.  Umsókn um stofnun nýrrar landeignar, lóð undir íbúðarhús í Miðvík II, dags. 24. apríl 2024.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og kallar eftir merkjalýsingu vegna málsins skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024.

 1. Forsetakosningar 2024.

Sveitarstjórn óskar eftir því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla verði haldin á skrifstofu hreppsins og að sýslumaður skipi kjörstjóra í því skyni. Jafnframt er óskað eftir möguleika á hreyfanlegum kjörstað, þannig að mögulegt verði að greiða atkvæði utan kjörfundar á hjúkrunarheimilinu Grenilundi ef þörf verður á.

Óskir þessar eru settar fram til sýslumanns í samræmi við kosningalög nr. 112/2021, með vísan í grein nr. 69.

Kjörskrá liggur fyrir fundinum, hún hefur verið yfirfarin og er árituð af sveitarstjóra og oddvita. Kjörskrá er nú lögð fram, hún verður opin til skoðunar á skrifstofu Grýtubakkahrepps fram að kosningadegi, 1. júní 2024.

 1. Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um málefni fatlaðra, fyrri umræða.

Samningi vísað til síðari umræðu. Sveitarstjóra falið að yfirfara samninginn frekar milli umræðna og vinna að breytingum á honum eftir atvikum, í takt við umræðu á fundinum.

 1. Samningur um framkvæmdir við viðbyggingu við VMA, drög, dags. 24. apríl 2024.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlögð samningsdrög og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 1. Landskerfi bókasafna hf., boð á aðalfund, haldinn 7. maí 2024.

Erindi lagt fram.

 1. Norðurorka, skipun áheyrnarfulltrúa í stjórn f.h. minni hluthafa.

Sveitarstjórn skipar Þröst Friðfinnson sem áheyrnarfulltrúa í stjórn Norðurorku og Þorgeir Rúnar Finnsson til vara.

 1. Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, mál 899, tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, dags. 19. apríl 2024.

Erindi lagt fram. Sveitarstjórn ítrekar þau sjónarmið sem hún kom á framfæri í aðdraganda málsins í september 2022.

 1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps fyrir árið 2023 lagður fram, fyrri umræða.

Fyrri umræðu lokið og ársreikningi vísað til síðari umræðu.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:09.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.