Sveitarstjórnarfundur nr. 493

08.01.2024 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 493

Mánudaginn 8. janúar 2024, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

 1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 15. des. 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 6. des. 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurl. eystra, dags. 13. des. 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 13. des. 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð 65. afgreiðslufundar SBE, dags. 22. des. 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 13. des. 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð bókasafnsnefndar, dags. 30. des. 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Erindi frá SSNE, v. viðbyggingar við VMA, dags. 22. des. 2023.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að taka áfram þátt í uppbyggingu VMA í samræmi við íbúafjölda sveitarfélagsins.

 1. Erindi frá SSNE, styrkbeiðni frá Kvennaathvarfi, dags. 18. des. 2023.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið í samræmi við íbúafjölda sveitarfélagsins. Miðað við fyrirliggjandi útreikning í desember 2023 er upphæðin kr. 34.632.- Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.

 1. Erindi frá SSNE, v. frumvarps um lagareldi í Samráðsgátt, dags. 21. des. 2023.

Erindi lagt fram.

 1. Erindi frá Sýslumanni Nl.e., tímabundið áfengisleyfi v. þorrablóts, dags. 18. des. 2023.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

 1. Reglur um frístundastyrk 2024.

Reglur um frístundastyrk 2024 staðfestar. Upphæð styrks hækkar um 10% og er nú að hámarki kr. 36.300.- pr. barn á grunnskólaaldri.

 1. Húsnæðisstuðningur við ungmenni 2024.

Húsnæðisstuðningur verður áfram 50% af leigu, þó að hámarki kr. 25.000,- á mánuði.

 1. Húsnæðisáætlun Grýtubakkahrepps 2024.

Farið yfir húsnæðisáætlun Grýtubakkahrepps 2024. Sveitarstjórn staðfestir framlagða áætlun.

 1. Ákvörðun um skammtímafjármögnun v. fjárfestinga.

Ákvörðun um að taka skammtímafjármögnun hjá Lánasjóði sveitarfélaga:

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 20.000.000,- frá og með 12.01.2024 með gjalddaga 17.04.2024 í samræmi skilmála skammtímaláns sem liggur fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Lánið er tekið á grundvelli langtímalánsumsóknar hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til að fjármagna fjárfestingar sveitarfélagsins, m.a. nýja dráttarvél og leiktæki á skólalóð, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Þresti Friðfinnssyni sveitarstjóra, kt. 260861-2479, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grýtubakkahrepps að undirrita skammtímalánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:07.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson