Sveitarstjórnarfundur nr. 491

11.12.2023 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 491

Mánudaginn 11. desember 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

 1. Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 12. nóv., 24. nóv. og 5. des. 2023.

Fundargerðir lagðar fram.

 1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 29. nóv. 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurl. eystra, dags. 15. nóv. 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 14. nóv. 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð 64. afgreiðslufundar SBE, dags. 1. des. 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, dags. 6. des. 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 15. nóv. 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Skipulagsmál.

Breyting aðalskipulags.

Aðalskipulag Grýtubakkahrepps 2010-2022 - verslunar- og þjónustusvæði við Akurbakkaveg.

Drög/vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna áforma um verslunar- og þjónustusvæði við Akurbakkaveg var kynnt í sept/okt 2023. Fresti til að gera athugasemdir við drögin lauk 12. október sl. og bárust níu ábendingar vegna málsins.

Fyrir fundinum liggur samantekt á innkomnum ábendingum og athugasemdum auk tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022, unnin af Teikna – teiknistofu arkitekta dags. 11.12.2023.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa aðalskipulagstillöguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 1. Frá matvælaráðuneyti, úthlutun byggðakvóta 2023/2024, dags. 1. des. 2023.

Með bréfi Matvælaráðuneytis dags. 1. des. 2023, er boðuð úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2023/2024 og koma 122 þorskígildistonn í hlut Grýtubakkahrepps. Jafnframt er óskað eftir sérreglum sveitarstjórna og bókar sveitarstjórn Grýtubakkahrepps eftirfarandi er varðar sérreglur við úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu;

Þar sem afla Grenivíkurbáta er almennt landað annarsstaðar og ekið til vinnslu á Grenivík, samþykkir sveitarstjórn að eftirfarandi sérreglur gildi um úthlutun byggðakvóta hreppsins:

1/3 hluta kvótans skal deila jafnt milli þeirra skipa sem sækja um byggðakvóta og eiga heimahöfn í Grýtubakkahreppi.

2/3 hlutum kvótans, skal skipta í hlutfalli við úthlutað aflamark sömu skipa fiskveiðiárið 2023/2024

Að öðru leyti fer eftir reglugerð um úthlutun byggðakvóta nr. 851/2023 og lögum um stjórn fiskveiða.

 1. Erindi frá SSNE, um Vetraríþróttamiðstöð Íslands, dags. 5. des. 2023, í framhaldi af fyrra erindi.

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í samstarfi um áframhaldandi þróun Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands.

 1. 11. Erindi frá Okkar heimi, myndun stýrihóps, dags. 24. nóv. 2023, í framhaldi af fyrra erindi.

Sveitarstjórn skipar Þorgeir Rúnar Finnsson sem fulltrúa í stýrihóp vegna verkefnisins.

 1. Frá Veiðifélagi Fjarðarár, aðalfundarboð, haldinn 19. des. 2023.

Fjóla Valborg Stefánsdóttir fer með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

 1. 13. Frá Akureyrarbæ, Samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu, síðari umræða.

Sveitarstjórn staðfestir samninginn fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

 1. Fjárhagsáætlun 2024 – 2027, síðari umræða.

Fjárhagsáætlun 2024 – 2027, lykiltölur:

A-hluti sveitarsjóðs:

 

 

 

 

 

2024

2025

2026

2027

 

   

 

 

Rekstrartekjur ........................................

631.702

645.153

663.927

680.525

Rekstrargjöld .........................................

(596.960)

(612.392)

(627.502)

(642.506)

Fjármagnsliðir .......................................

(4.562)

(4.699)

(4.821)

(4.942)

Rekstrarniðurstaða

30.180

28.062

31.604

33.078

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samstæða A og B hluti:

 

 

 

 

 

2024

2025

2026

2027

 

   

 

 

Rekstrartekjur ........................................

852.480

872.554

897.241

919.672

Rekstrargjöld .........................................

(803.506)

(824.851)

(845.152)

(865.467)

Fjármagnsliðir .......................................

(13.960)

(14.379)

(14.753)

(15.121)

Rekstrarniðurstaða

35.014

33.325

37.336

39.084

 

 

 

 

 

Lykiltölur úr sjóðstreymi:

 

 

 

 

 

2024

2025

2026

2027

 

 

 

 

 

Veltufé frá rekstri .................................

68.640

59.936

65.954

73.684

Handbært fé frá rekstri ........................

64.149

55.657

68.716

69.472

Fjárfestingarhreyfingar ........................

(53.600)

(38.500)

(10.000)

(11.000)

Fjármögnunarhreyfingar ......................

(13.785)

(13.910)

(40.869)

(13.525)

Handbært fé í árslok ............................

16.764

20.011

37.858

82.806

 

 

 

 

 

Aðrar lykiltölur:

 

 

 

 

Eiginfjárhlutfall .....................................

58,0%

60,0%

63,6%

65,5%

Skuldaviðmið .........................................

34,6%

32,5%

26,5%

20,3%

 

Síðari umræðu lokið.

Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:48.

 

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.