Sveitarstjórnarfundur nr. 490

20.11.2023 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 490

Mánudaginn 20. nóvember 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

Áður en gengið var til dagskrár, voru aðstæður Grindvíkinga ræddar og sveitarstjórn bókaði eftirfarandi:

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps sendir hlýjar stuðningskveðjur til íbúa Grindavíkur og býður fram alla þá aðstoð sem hún getur veitt, t.d. við öflun húsnæðis í hreppnum og pláss í skóla og leikskóla ef eftir því verður leitað.

  1. Málefni Útgerðarminjasafnsins, stjórn safnsins mætir á fundinn.

Stjórn Útgerðarminjasafnsins kom á fund sveitarstjórnar og fór yfir stöðu á verkefni sem snýr að byggingu sjóbúðar yfir bátinn Hermann TH-34. Ágætlega gengur að fjármagna verkefnið, þó enn vanti nokkuð upp á til að klára það. Sveitarstjórn tók vel í málaleitan stjórnar safnsins.

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamalags Norðurlands, dags. 8. nóv. 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerðir 62. og 63. afgreiðslufunda SBE, dags. 7. nóv. og 17. nóv. 2023.

Fundargerðir lagðar fram. Í lið 1 á 62. fundi tilkynnir Böggull ehf., kt. 531101-2190, um endurbætur á parhúsi og geymsluskúr á lóðunum Ægissíðu 28 og 30, og í lið 2 er Halldóri Sigurbirni Höskuldssyni, kt. 220957-4629, veitt byggingarheimild vegna 99,9 fm bílgeymslu sem byggja á við íbúðarhúsið í Réttarholti II.

  1. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 8. júní 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, dags. 16. nóv. 2023.

Sveitarstjórn hefur á fyrri stigum málsins skilað inn ítarlegum umsögnum um frumvarpið. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda inn umsögn sem byggir á fyrri umsögnum.

  1. Erindi frá Bjarna Arasyni, norðurljósa- og stjörnuskoðunarkvöld, dags. 9. nóv. 2023.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir meðal annars að slökkt verði á ljósastaurum í eina klukkustund á meðan á viðburðinum stendur.

  1. Erindi frá Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðis, jólaaðstoð, dags. 6. nóv. 2023.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja málefnið um kr. 75.000,- og rúmast það innan fjárhagsáætlunar.

  1. Erindi frá Bergi Jónssyni, styrkur til forvarna, dags. 13. nóv. 2023.

Afgreiðslu frestað.

  1. Fjárhagsáætlun 2024 – 2027, síðari umræða.

Álagningarhlutfall gjalda hjá Grýtubakkahreppi 2024

Útsvarsprósenta (hámark) 14,74%

Fasteignaskattur A 0,48%

(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)

Fasteignaskattur B (opinberar byggingar) 1,32%

Fasteignaskattur C 1,50%

Vatnsskattur 0,15% (var 0,20%)

Lóðarleiga af fasteignamati lóða 0,50% (var 0,75%)

Fráveitugjald/holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar 0,25%

Aukavatnsgjald stórnotenda (fyrirtækja), rúmmálsgjald 20,25 kr/m3

 

Sorphirðugjald:

Íbúðir á Grenivík og sveitaheimili   kr. 54.886.-

Sumarbústaðir utan Grenivíkur      kr. 25.515.-

Endurvinnslutunnur eru losaðar á fjögurra vikna fresti og almennt sorp aðra hverja viku.

 

Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):

Flokkur 1     kr. 44.789.-

Flokkur 2     kr. 54.886.-

Flokkur 3   kr. 109.585.-

Flokkur 4   kr. 181.728.-

Flokkur 5   kr. 511.939.-

Flokkur 6   kr. 915.531,-

Sveitarstjórn skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.

 

Gjaldtaka fyrir losun seyru:

Rotþrær minni en 3.600 l    kr. 10.583.-

Rotþrær 3.600 l og stærri   kr. 15.875.-

 

Gjald fyrir eyðingu dýrahræja, lagt á heildarfjölda hverrar dýrategundar samkv. forðagæsluskýrslu:

Nautgripir 375 kr/grip Sauðfé og geitur 63 kr/grip

Hross 104 kr/grip Grísir 254 kr/grip

 

Gjalddagar:

8 gjalddagar frá 01.02.2024-01.09.2024 fyrir kr. 40.001.- og hærra

2 gjalddagar, 01.04.2024 og 01.06.2024 fyrir kr. 10.001-40.000.-

1 gjalddagi, 01.05.2024 fyrir lægra en kr. 10.000.-

Vegna mikillar hækkunar á fasteignamati síðustu ár, sérstaklega á íbúðarhúsnæði á Grenivík, er til mildunar hækkunaráhrifa á gjöld, lækkuð álagningarprósenta vatnsskatts úr 0,20% í 0,15% af fasteignamati og lóðarleiga lækkuð úr 0,75% í 0,50% af fasteignamati lóða.

Sveitarstjórn staðfestir framangreind álagningarhlutföll og gjöld fyrir árið 2024.

Sveitarstjórn staðfestir jafnframt aðrar gjaldskrár og verða þær birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Síðari umræðu frestað.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:09.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.