Sveitarstjórnarfundur nr. 488

16.10.2023 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 488

Mánudaginn 16. október 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

 1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29. sept. 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 4. okt. 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 11. okt. 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 26. sept 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafj., dags. 27. sept. 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð 60. afgreiðslufundar SBE, dags. 12. sept. 2023.

Fundargerð lögð fram. Í lið 1 er Byggingarfélaginu Otri ehf., kt. 670407-0550, veitt byggingarleyfi vegna nýbyggingar 485,0 fm raðhúss á lóðunum Lækjarvöllum 13-15 á Grenivík.

 1. Fundargerð 61. afgreiðslufundar SBE, dags. 6. okt. 2023.

Fundargerð lögð fram. Í lið 1 er Ástu Fönn Flosadóttur, kt. 280175-2939, veitt byggingarheimild vegna innréttingar heimakjötvinnslu í vélageymslu á bújörðinni Höfða 1 í Grýtubakkahreppi.

 1. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands og fjárhagsáætlun, dags. 20. sept. 2023.

Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn staðfestir fjárhagsáætlun ársins 2024 fyrir sitt leyti.

 1. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar og erindi, dags. 13. sept. 2023.

Fundargerð lögð fram og erindi lagt fram til kynningar. Umræður um tilgang og endurskoðun svæðisskipulagsins. Sveitarstjóra falið að koma sjónarmiðum sveitarstjórnar til nefndarinnar.

 1. Erindi frá Innviðaráðuneyti, þjónusta í byggðum og byggðarlögum, dags. 29. sept. 2023.

Erindi lagt fram. Sveitarstjórn telur að umrætt lagaákvæði eigi ekki við um Grýtubakkahrepp.

 1. Erindi frá Alþingi, til umsagnar, þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, dags. 29. sept. 2023.

Erindi lagt fram. Farið yfir og gengið frá umsögn um þingsályktunartillöguna. Sveitarstjóra falið að senda umsögnina inn.

 1. Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dags. 28. sept. 2023.

Erindi lagt fram. Afgreiðslu frestað.

 1. Erindi frá Aflinu, samtökum fyrir þolendur ofbeldis, dags. 3. okt. 2023.

Erindi lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Aflið um kr. 50.000,- á árinu 2024 og verður gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.

 1. Erindi frá Þorgrími Þráinssyni, 30 hugmyndir til að bæta samfélagið, dags. 24. sept. 2023.

Erindi lagt fram.

 1. Boð á aðalfundi Sæness ehf. og Teru ehf., haldnir 26. okt. 2023.

Gísli Gunnar Oddgeirsson fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundunum.

 1. Boð á Barnaþing, haldið 17. nóv. 2023.

Erindi lagt fram.

 1. Frá Skipulagsstofnun, boð á skipulagsdaginn 2023, haldinn 19. okt. 2023.

Erindi lagt fram.

 1. Erindi frá skólastjóra Grenivíkurskóla, v. hádegisgæslu og fl., dags. 10. okt. 2023.

Þorgeir Rúnar Finnsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Sveitarstjórn samþykkir að greiða kr. 140.000,- vegna hádegisgæslu og föstudagsfrágangs veturinn 2023-2024. Upphæðin rennur í ferðasjóð nemenda vegna skólaferðalags vorið 2024. Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.

 1. Erindi frá Martin Meier, Art project Grenivík, dags. 10. okt. 2023.

Óskað er eftir aðstöðu fyrir myndlistarverkefni í Gamla skóla. Erindi samþykkt.

 1. Erindi frá SSNE, skipan í samtalshóp um umhverfismál, dags. 5. okt. 2023.

Erindi lagt fram. Sveitarstjóra falið að ganga frá skipun í hópinn.

 1. Erindi frá Okkar heimi, myndun stýrihóps, dags. 5. okt. 2023.

Erindi lagt fram.

 1. Erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 13. okt. 2023.

Erindi lagt fram.

 1. Fjárhagsáætlun 2024 – 2027, fyrri umræða.

Rætt um álagningarprósentur og gjaldskrár. Fyrri umræðu frestað.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:38.

Þorgeir Rúnar Finnsson ritaði fundargerð.