Sveitarstjórnarfundur nr. 487

02.10.2023 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 487

Mánudaginn 2. október 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Sigrún Björnsdóttir sem sat fundinn í fjarveru Ingu Maríu Sigurbjörnsdóttur.

Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins mæta á fund sveitarstjórnar.

Farið yfir rekstur og fjárfestingaþörf stofnana sveitarfélagsins, eftirtaldir forstöðumenn mættu;

Stefán Hrafn Stefánsson, umsjónarmaður fasteigna Grýtubakkahrepps,

Sigurður Baldur Þorsteinsson, forstöðumaður véla og veitna,

Margrét Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri á Krummafæti,

Þorgeir Rúnar Finnsson, skólastjóri Grenivíkurskóla,

Fjóla V. Stefánsdóttir, forstöðumaður Grenilundar,

Þorkell Pálsson, slökkviliðsstjóri,

Björn Andri Ingólfsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis.

  1. Boð á aðalfund Greiðrar Leiðar ehf., haldinn 13. okt. 2023.

Sveitarstjóri fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

Fleira ekki tekið fyrir og fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:33.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.