Sveitarstjórnarfundur nr. 483

31.07.2023 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 483

Mánudaginn 31. júlí 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 22. júní 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð heilbrigðisnefndar Nl. Eystra, dags. 28. júní 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 20. júní 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerðir 57. og 58. afgreiðslufundar SBE, dags. 27. júní og 11. júlí 2023.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Skipulagsmál.

Lóðarumsókn, Lækjarvellir 16, 18, 20 og 22.

Landsbyggðarhús ehf. kt. 540922-1870, sækja um lóðirnar nr. 16, 18, 20 og 22 við Lækjarvelli til byggingar á raðhúsum.

Sveitarstjórn samþykkir umsóknina og úthlutar lóðunum Lækjavellir 16, 18, 20 og 22 til Landsbyggðarhúsa ehf.

  1. Erindi frá Sýslumanni, umsókn um áfengisleyfi v. Grenivíkurgleði, dags. 4. júlí 2023.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna. Áður afgreitt með tölvupóstum.

  1. Erindi frá Bændasamtökum Íslands, lausaganga/ágangur búfjár, dags. 6. júlí 2023.

Erindi lagt fram og sent landbúnaðar- og umhverfisnefnd til kynningar.

  1. Erindi frá Norðurorku, ábyrgðarbeiðni vegna lántöku, dags. 27. júní 2023.

Ákvörðun um að veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánasamningi vegna láns Norðurorku hf. frá Lánasjóði sveitarfélaga:

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 800.000.000, í samræmi við lánsumsókn í vinnslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.

Eignarhlutur Grýtubakkahrepps í Norðurorku hf. er 0,1817% og er hlutdeild sveitarfélagsins í þessari ábyrgð því nú að upphæð kr. 1.453.600,-.

Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveituframkvæmdum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku hf. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurorku hf. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að sveitarfélagið selji eignarhlut í Norðurorku hf. til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Þresti Friðfinnssyni kt. 260861-2479, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grýtubakkahrepps að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:18.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.