Sveitarstjórnarfundur nr. 480

25.05.2023 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 480

Fimmtudaginn 25. maí 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

 1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 17. maí 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð almannavarnanefndar Norðurl. eystra, dags. 17. maí 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 16. maí 2023.

Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn mun funda með forráðamönnum Norðurorku vegna Reykjaveitu miðvikudaginn 31. maí nk.

 1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 10. maí 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð 55. afgreiðslufundar SBE, dags. 19. maí 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Frá Flugklasanum Air 66N, skýrsla apríl 2023.

Erindi lagt fram.

 1. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps staðfestir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036.

 1. Breytingar á sorphirðu, greiningarvinna.

Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samstarfi við önnur sveitarfélög sem að málinu koma og í samræmi við umræður á fundinum.

 1. Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, áhersluatriði nefndarinnar 2023, dags. 10. maí 2023.

Erindi lagt fram. Um er að ræða upplýsingabréf sem sent er til allra sveitarfélaga.

 1. Frá Héraðsskjalasafninu á Akureyri, starfsemi og hlutverk héraðsskjalasafna, dags. 9. maí 2023.

Erindi lagt fram.

 1. Frá nefndasviði Alþingis, mál til umsagnar, frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum – lækkun kosningaaldurs, dags. 17. maí 2023.

Sveitarstjórn telur að kosningaréttur og kjörgengi eigi að fylgja sjálfræðisaldri.

 1. Boð á aðalfund Minjasafnsins á Akureyri, haldinn 6. júní, 2023.

Erindi lagt fram. Inga María Sigurbjörnsdóttir fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

 1. Erindi frá stjórn Skógræktarfélags Íslands, dags. 22. maí 2023.

Erindi lagt fram.

 1. Framkvæmdir 2023, gatnagerð, lóðaframkvæmdir og fl.

Sveitarstjóri fór yfir þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á næstu mánuðum í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leita verðtilboða í fyrsta áfanga að lengingu Lækjarvalla.

Oddviti leitar afbrigða til að taka mál nr. 15 á dagskrá.

Afbrigði samþykkt.

 1. Skipulagsmál.

Höfðagata 7, umsókn um byggingarleyfi, grenndarkynning.

Birgitta Anna Sigursteinsdóttir hefur sótt um byggingarleyfi vegna byggingar tveggja hæða einbýlishúss á lóðinni Höfðagötu 7 á Grenivík. Fyrir fundinum liggja uppdrættir af húsinu unnir af Yngva Ragnari Kristjánssyni dags. 27. apríl 2023. Deiliskipulag er ekki fyrir hendi á svæðinu en það er skilgreint sem íbúðarsvæði (ÍB105) í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og samræmast byggingaráformin skipulagi að því leyti.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa byggingaráformunum í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningarinnar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki koma fram andmæli á grenndarkynningartímabilinu.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:45.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson