Sveitarstjórnarfundur nr. 478

24.04.2023 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 478

Mánudaginn 24. apríl 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

 1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps fyrir árið 2022 lagður fram, fyrri umræða.

Níels Guðmundsson, lögg. endurskoðandi, mætti á fundinn og fór yfir ársreikninginn. Fyrri umræðu lokið.

 1. Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 30. mars, 31. mars, 5. apríl og 17. apríl 2023.

Fundargerðir lagðar fram.

 1. Fundargerðir stjórnar Norðurorku, dags. 21. og 28. mars 2023.

Fundargerðir lagðar fram.

 1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 12. apríl 2023.

Fundargerð lögð fram. Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands verður haldinn 3. maí nk. Gísli Gunnar Oddgeirsson fer með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

 1. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, dags. 12. apríl 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð 53. afgreiðslufundar SBE, dags. 12. apríl 2023.

Fundargerð lögð fram. Í lið 1 er Landsbyggðarhúsum ehf, kt. 540922-1870, veitt byggingarleyfi vegna nýbyggingar fimm íbúða raðhúss alls 495,7 fm á lóðinni Höfðagötu 3-5 á Grenivík.

 1. Fundargerð landbúnaðar- og umhverfisnefndar, dags. 18. apríl 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Gjaldskrármál, niðurfelling eldri gjaldskrár byggingarfulltrúa Eyjafjarðar.

Á fundum sveitarstjórnar þann 20. mars og 3. apríl 2023 var staðfest ný gjaldskrá fyrir Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar bs.

Sveitarstjórn staðfestir nú, að þar með er úr gildi fallin gjaldskrá Byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis frá 2013 sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. janúar 2014.

 1. Erindi frá SSNE, skipun varafulltrúa í stjórn, dags. 17. apríl 2023.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps skipar Gísla Gunnar Oddgeirsson sem varafulltrúa í stjórn SSNE.

 1. Frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Samtal um nýtingu vindorku, fundur haldinn á Akureyri 3. maí 2023.

Erindi lagt fram.

 1. Frá Vegagerðinni, Byggjum brýr, brúarráðstefna Vegagerðar haldin 26. apríl 2023.

Erindi lagt fram.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:17

 

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson