Sveitarstjórnarfundur nr. 477

03.04.2023 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 477

Mánudaginn 3. apríl 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 17. mars 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 29. mars 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerðir stjórnar Minjasafnsins á Akureyri, dags. 22. feb. og 29. mars 2023.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 23. mars 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Boð á eigendafund Norðurorku, haldinn 19. apríl 2023.

Þröstur Friðfinnsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson sækja fundinn fyrir hönd Grýtubakkahrepps.

  1. Boð á aðalfund Norðurorku, haldinn 19. apríl 2023.

Þröstur Friðfinnsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson sækja fundinn fyrir hönd Grýtubakkahrepps. Gísli Gunnar fer með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

  1. Boð á ársfund Norðurorku, haldinn 19. apríl 2023.

Lagt fram.

  1. Boð á ársfund Símey, haldinn 26. apríl 2023.

Þorgeir Rúnar Finnsson sækir fundinn og fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

  1. Úrgangsmál, mögulegar breytingar á söfnun og útboðsmál.

Sveitarfélagið verður áfram í samfloti við nágrannasveitarfélög varðandi þróun úrgangsmála og útboðsmál.

  1. Gjaldskrá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, síðari umræða.

Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrána fyrir sitt leyti.

  1. Frá innviðaráðuneyti, mál í samráðsgátt, hvítbók um málefni sveitarfélaga, dags. 20. mars 2023.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda inn umsögn um hvítbókina í samráðsgátt stjórnvalda.

  1. Málefni slökkviliðs Grýtubakkahrepps.

Þorkell Pálsson, slökkviliðsstjóri og Jóhann Ingólfsson, framkvæmdastjóri Sæness, mættu á fund sveitarstjórnar og ræddu húsnæðismál slökkviliðsins og mögulegar lausnir í þeim efnum.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:57.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.