Sveitarstjórnarfundur nr. 476

20.03.2023 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 476

Mánudaginn 20. mars 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Gunnar B. Pálsson, Inga María Sigurbjörnsdóttir og Sigrún Björnsdóttir sem mætti í fjarveru Fjólu V. Stefánsdóttur. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

 1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 15. mars 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerðir stjórnar SBE, dags. 7. des. 2022 og 9. mars 2023.

Fundargerðir lagðar fram.

 1. Fundargerð 52. afgreiðslufundar SBE, dags. 17. mars 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð aðalfundar Moltu ehf., dags. 15. mars 2023.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerðir landbúnaðar- og umhverfisnefndar, dags. 23. nóv. 2022 og 7. mars 2023.

Fundargerðir lagðar fram.

 1. Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga, haldinn 31. mars 2023.

Þröstur Friðfinnsson sækir fundinn og fer með umboð Grýtubakkahrepps.

 1. Boð á ársþing SSNE, haldið 14. – 15. apríl 2023.

Gísli Gunnar Oddgeirsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir verða fulltrúar Grýtubakkahrepps á ársþinginu. Þröstur Friðfinnsson sækir einnig þingið.

 1. Frá Veðurstofu Íslands, boð á ráðstefnu um loftslagsbreytingar, haldið 17.-18. apríl 2023.

Lagt fram.

 1. Frá forsætisráðuneyti, boð á málþingið „Embættismaðurinn í nútímasamfélagi“, haldið 23. mars 2023.

Lagt fram.

 1. Frá innviðaráðuneyti og Sambandi ísl. sveitarfélaga, hvatning vegna tillagna um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa, dags. 16. mars. 2023.

Lagt fram.

 1. Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, Innleiðing heimsmarkmiða, dags. 15. mars 2023.

Lagt fram.

 1. Frá innviðaráðuneyti, mál í samráðsgátt, breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 13. mars 2023.

Sveitarstjórn telur að kynna þurfi og útskýra forsendur fyrirhugaðra breytinga mun betur áður en hægt er að leggja fram rökstudda umsögn um málið, og telur því einnig eðlilegt að umsagnarfrestur vegna málsins verði lengdur verulega.

Sveitarstjórn vísar að öðru leyti til umsagnar sveitarfélagsins um forsendur endurskoðunar á regluverki Jöfnunarsjóðs frá því í nóvember 2022.

 1. Frá Byggðastofnun, ósk um umsögn um breytingar á póstþjónustu, dags. 8. mars 2023.

Sveitarstjórn fór yfir og gekk frá umsögn til Byggðastofnunar varðandi breytingar á póstþjónustu.

 1. Frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, eftirfylgni vegna skýrslu um Slökkvilið Grýtubakkahrepps, dags. 14. mars 2023.

Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

 1. Samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu, síðari umræða.

Samningurinn staðfestur, sbr. fyrri bókun.

 1. Gjaldskrár;

a. Sundlaug og líkamsrækt, viðbætur við gjaldskrá, síðari umræða.

Sveitarstjórn samþykkir framlagðar viðbætur við gjaldskrá sundlaugar og líkamsræktar, uppfærð gjaldskrá verður birt á heimasíðu.

b. Gjaldskrá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, fyrri umræða.

Lögð fram til umræðu ný gjaldskrá fyrir Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar. Sveitarstjórn vísar gjaldskránni til síðari umræðu.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:55.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson