Sveitarstjórnarfundur nr. 474

27.02.2023 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 474

Mánudaginn 27. febrúar 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, Svavar Pálsson, kynnir embættið og ræðir við sveitarstjórn.

Sveitarstjórn þakkar sýslumanni fyrir góða kynningu.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 10. feb. 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Minjasafnsins á Akureyri, dags. 16. nóv. 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 8. feb. 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, dags. 15. des. 2022 og 15. feb. 2023.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Fundargerð 50. afgreiðslufundar SBE, dags. 10. feb. 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Erindi, umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags, til vors, dags. 9. feb. 2023.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

  1. Frá Sambandi ísl. sveitarf., minnisblað um ágang búfjár, dags. 8. feb. 2023.

Sveitarstjórn vísar erindinu til landbúnaðar- og umhverfisnefndar til frekari skoðunar.

  1. Frá Lánasjóði sveitarfélaga, um stjórnarframboð, dags. 10. feb. 2023.

Erindi lagt fram.

  1. Frá Dýraverndarsambandi Íslands, erindi v. villtra fugla, dags. 10. feb. 2023.

Erindi lagt fram.

  1. Frá SSNE, viljayfirlýsing sveitarfélaga v. undirbúnings líforkuvers, dags. 16. feb. 2023.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps lýsir yfir vilja til að taka þátt í frekari vinnu við verkefnið, sem leiði betur í ljós forsendur fyrir líforkuveri, með nákvæmari útreikningum á kostnaðaráætlun og rekstraráætlun. Eins verði skoðuð betur stærð og staðarval sem fallið getur að nærumhverfi líforkuvers.

  1. Frá Íslandspósti, Póstþjónusta í nútíð og framtíð, dags. 8. feb. 2023.

Íslandspóstur boðar breytingar á póstþjónustu í sveitarfélaginu sem koma til með að skerða þjónustu við íbúa. Sveitarstjórn óskar eftir viðræðum við innviðaráðherra um framtíð póstþjónustu á svæðinu með það að markmiði að leita lausna sem eru öllum aðilum hagfelldar.

  1. Erindi frá Birni Ingólfssyni, v. útgáfu bókar, dags. 13. feb. 2023.

Erindi frestað.

  1. Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, verkefni um fuglaskoðun, dags. 21. feb. 2023.

Sveitarfélagið er aðili að verkefni um uppbyggingu fuglaskoðunaraðstöðu og fékkst styrkur frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til verkefnisins. Framlag sveitarfélagsins er kr. 250.000.- og samþykkir sveitarstjórn að leggja það fram. Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.

  1. Skipulagsmál: Lóðarumsókn, Lækjarvellir 15.

Sverrir Björgvinsson, kt. 190170-5869, sækir um lóðina nr. 15 við Lækjarvelli, til viðbótar áður úthlutaðri lóð nr. 13 við Lækjarvelli, til byggingar raðhúss.

Sveitarstjórn samþykkir umsóknina og úthlutar lóðinni nr. 15 til Sverris Björgvinssonar. Lóðin nr. 15 ber gatnagerðargjöld og fyrirvari er um tímasetningu á gatnagerð.

  1. Reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá Grýtubakkahreppi 2023.

Lagðar fram uppfærðar reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá Grýtubakkahreppi. Sveitarstjórn samþykkir reglurnar sem birtar verða á heimasíðu sveitarfélagsins.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:03.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson