Sveitarstjórnarfundur nr. 472

23.01.2023 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 472

Mánudaginn 23. janúar 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Inga María Sigurbjörnsdóttir og Sigrún Björnsdóttir sem var mætt í forföllum Gunnars B. Pálssonar. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Kynning frá SSNE, framkvstj. kynnir starf samtakanna.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkv.stj. SSNE mætti ásamt Elvu Gunnlaugsdóttur verkefnastjóra og kynntu þær starfsemi samtakanna.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 11. jan. 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 18. jan. 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Húsnæðisáætlun Grýtubakkahrepps 2023.

Farið yfir húsnæðisáætlun Grýtubakkahrepps 2023. Sveitarstjórn staðfestir áætlunina.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:11.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.